
FH er búið að senda frá sér tilkynningu þess efnis að knattspyrnudeild félagsins sé búin að semja við tvo leikmenn kvennaliðsins um nýja samninga.
Þetta eru Esther Rós Arnarsdóttir og Andrea Marý Sigurjónsdóttir, sem eru fæddar 1997 og 2003.
Esther Rós, 1997, er afar reynd eftir að hafa spilað fyrir ÍBV og Breiðablik í efstu deild en hún á í heildina 58 leiki að baki í efstu deild með 5 mörk skoruð, en í næstefstu deild er sagan önnur. Esther hefur gert 24 mörk í 37 leikjum þar.
Hún þótti gífurlega mikið efni áður fyrr og skoraði 15 mörk í 31 leik fyrir yngri landslið Íslands en erfið meiðsli settu strik í reikninginn.
Þá er Andrea Marý Sigurjónsdóttir einnig búin að skrifa undir en hún er fædd 2003 og uppalin hjá FH. Hún var með fastasæti í U16 og U17 landsliðum Íslands en á eftir að spila fyrir U18 og U19.
Andrea á níu leiki að baki í efstu deild og sautján í næstefstu og gæti fengið tækifæri til að skína í sumar.