Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 31. maí 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pála Marie Einarsdóttir.
Pála Marie Einarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágústa Kristinsdóttir með Íslandsmeistaratitilinn 2017.
Ágústa Kristinsdóttir með Íslandsmeistaratitilinn 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Thelma Björk Einarsdóttir.
Thelma Björk Einarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir er fyrirliði Þór/KA sem steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 2007. Hún lék með Þór/KA til ársins 2014 og varð Íslandsmeistari með liðinu sumarið 2012. Þá hélt hún til Svíþjóðar og spilaði með Kopparbergs/Göteborg FC árið 2015. Sumrin 2016 og 2017 lék hún með Val en hélt aftur utan eftir tímabilið 2017 og lék með Verona á Ítalíu.

Hún sneri aftur heim til Akureyrar fyrir tímabilið 2018 og hefur leikið þar síðan. Arna á að baki 232 mótsleiki fyrir Þór/KA og Val og skorað í þeim 37 mörk. Hún á auk þess tólf A-landsliðsleiki að baki og eitt landsliðsmark. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina í annað sinn því það gerði hún einnig árið 2007.

Sjá einnig:
Hin hliðin: Arna Sif Ásgrímsdóttir (2007)(Þór/KA)

Fullt nafn: Arna Sif Ásgrímsdóttir

Gælunafn: Adda, Sif, Sibba, Sifin, Snara, Nara, Nöru og eitt sem er í sérstaklega miklu uppáhaldi, Nöruveikin

Aldur: 28 á árinu

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2007

Uppáhalds drykkur: Mér finnst pepsi max pirrandi gott

Uppáhalds matsölustaður: Þarf að flytja Gló, Ginger og Bergsson hingað norður.

Hvernig bíl áttu: Toyota yaris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends, Brooklyn nine nine og New girl

Uppáhalds tónlistarmaður: Auður

Fyndnasti Íslendingurinn: Hmm

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, lúxusdýfu og þristur

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Your order has been shipped

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Æj ég held að það sé ekki hægt að ákveða svona

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Yuki Nagasato

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jói og Moli eiga sérstakan stað í hjartanu mínu

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Berglind Björg því hún er alltaf að reyna vinna mig öxl í öxl og það er að verða smá þreytandi

Sætasti sigurinn: Sigurinn í fyrra í bikarnum á móti Val var mjög sætur. Skemmtilegur leikur. Adam var hins vegar ekki lengi í paradís.

Mestu vonbrigðin: Það var frekar glatað að rífa kálfann korter í Wolfsburg leikina, landsliðsverkefni og lokasprettinn í deilinni 2018.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Góð spurning. Væri auðveldast að velja einhvern markaskorara, Elín Mettu eða Beggu mína. En mig langar mjög að prófa að vera með Öddu Baldurs í liði. Held ég tæki hana.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Karen María Sigurgeirsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ýmir Már Geirsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Dóra María Lárusdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Úff þessi er erfið. Ég ætla að taka wild guess og henda þessu á Sögu Líf

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Eitt sem er a personal fav er þegar Pála Marie, sem var þá samherji minn, gjörsamlega straujaði mig í leik á móti Stjörnunni. Það var kominn einhver hundur í mína og menn eru ennþá að velta fyrir sér hvernig skórnir enduðu ekki uppá hillu eftir þetta atvik. Merkilegt að ég hafi ekki háls-, bak- og rófubeinsbrotnað.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Set á mig varasalva og stilli vekjaraklukkuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mikil tiempo kona

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sögu

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem mér dettur í hug í augnablikinu

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ágústa Kristins er fyrst á blað því ég get ekki tekið neina ákvörðun nema hún samþykki hana og svo er líka smá Gyða Sól í henni svo hún myndi örugglega byggja hús eða jafnvel koma okkur heim bara. Ég tæki Thelmu Björk því það er mikil matarást í okkar vinkonusambandi svo við myndum alltaf fara létt með það að finna eitthvað að borða OG hún er algjör íþróttaálfur svo hún myndi alveg sjá til þess að við myndum hreyfa okkur, kannski taka létt maraþon fyrir hádegi. Og svo 3x upp og niður eitthvað fjall eftir hádegi. Og að lokum tæki ég Berglindi Björg. Þetta gætu orðið erfiðir tímar og ef þú vilt hlægja og hafa gaman þá hringiru í BB. Það yrði aldrei leiðinlegt hjá okkur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það eru tvær sem koma upp í hugann. Fyrst Pála Marie sem ég spilaði með í Val. Ég var búin að gleyma að hún væri í Val þegar ég skrifaði undir. Mætti svo á fyrstu æfinguna mína og bara guð minn almáttugur er hún hér? Fannst ekki gaman að spila á móti henni. Kom svo í ljós að þetta er einn mesti og besti liðsfélagi sem ég hef haft á ferlinum. Erfitt að finna svo alvöru týpu. Svo kom Hulda Ósk mér mikið á óvart. Fer ekki mikið fyrir henni og ekki mikill hávaði í henni en hún er algjört meistaraeintak. Það er alltaf hægt að hlægja með henni og af henni.

Hverju laugstu síðast: Geri ekki svoleiðis

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Ég myndi helst vilja sleppa því að hita upp

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Þetta er nú nánast alltaf það sama. Sofa, borða, æfa, “læra” og labba með Prilla

Þú getur keypt Örnu í Draumaliðsdeild 50 Skills - Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner