Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   mið 31. maí 2023 17:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City reynir að kaupa Kovacic
Mynd: EPA

Manchester City vill kaupa Matteo Kovacic frá Chelsea en þessu greinir Fabrizio Romano frá á Twitter í dag.


Romano segir að félagið sé búið að vera í viðræðum við forráðamenn leikmannsins undanfarna daga og viðræður gangi vel.

Chelsea er tilbúið að selja leikmanninn þar sem félagið ætlar að gera breytingar á miðju liðsins.

Kovacic hefur verið á mála hjá Chelsea frá 2018 þegar hann gekk til liðs við félagið frá Real Madrid. Hann hefur leikið 221 leik og skorað sex mörk.


Athugasemdir
banner
banner