Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 31. júlí 2020 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giroud: Werner ekki keyptur til að sitja á bekknum
Olivier Giroud.
Olivier Giroud.
Mynd: Getty Images
Olivier Giroud, sóknarmaður Chelsea, fagnar því að fá aukna samkeppni hjá Lundúnafélaginu.

Chelsea keypti fyrr í sumar þýska sóknarmanninn Timo Werner frá RB Leipzig fyrir tæpar 60 milljónir evra. Mörg félög voru á eftir Werner en Chelsea vann baráttuna um hann.

Hinn 33 ára gamli Giroud, sem er óneitanlega einn vanmetnasti sóknarmaður í heimi, hefur komið sterkur inn í lið Chelsea eftir að enski boltinn fór aftur að rúlla eftir Covid-pásuna. Á næstu leiktíð mun hann væntanlega berjast við Werner og Tammy Abraham um sæti í byrjunarliðinu.

Í samtali við L'Equipe sagði Giroud: „Gegn varnarsinnuðum liðum er ekki slæmt að hafa hávaxinn framherja eins og mig sem getur tengt saman við aðra leikmenn. En ég er ekki heimskur."

„Werner er ekki fenginn til að sitja á bekknum. En ég mun gera allt til að gefa þjálfaranum hausverk þegar hann þarf að velja liðið."
Athugasemdir
banner
banner
banner