Steve McClaren hefur verið ráðinn þjálfari landsliðs Jamaíku og tekur hann því við starfinu af Heimi Hallgrímssyni. Hann gerir tveggja ára samning.
Heimir Hallgrímsson hætti sem landsliðsþjálfari Jamaíku eftir Copa America í lok síðasta mánaðar en talað var um í fjölmiðlum að ósætti milli hans og stjórnarinnar hafi verið ástæðan. Heimir er nú tekinn við írska landsliðinu.
McClaren er mikill reynslubolti en þessi 63 ára gamli Englendingur hafði starfað í þjáflara teymi Erik ten Hag hjá Man Utd síðustu tvö ár. Þar á undan átti hann langan feril sem stjóri.
Fyrstu leikir McClaren með landslið Jamaíku verður gegn Kúbu og Hondúras í byrjun september í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir