Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 19:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valgeir frábær í öruggum sigri Hacken - Gætu mætt Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sænska liðið Hacken verður andstæðingur Stjörnunnar í næstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar ef íslenska liðið vinnur Paide frá Eistlandi á morgun en Stjarnan er 2-1 yfir eftir fyrri leikinn hér heima.


Valgeir Lunddal Friðriksson átti frábæran leik þegar Hacken komst áfram eftir öruggan sigur á Dudelange frá Lúxemborg í kvöld.

Hacken vann fyrri leikinn ytra 6-2 en liðið lenti undir í kvöld. Liðið var þó ekki lengi að snúa blaðinu við, staðan var orðin 3-1 í hálfleik og Valgeir var með tvær stoðsendingar. Þá voru leikmenn Hacken manni fleiri allan seinni hálfleikinn þar sem leikmaður Dudelange fékk rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks.

Hacken vann að lokum 6-1 og samanlagt 12-3 en Valgeir lék allan leikinn.

Elías Rafn Ólafsson var á bekknum í kvöld þegar Midtjylland lagði Santa Coloma frá Andorra í forkeppni Meistaradeildarinnar 1-0, samanlagt 4-0. Midtjylland mætir Ferencvaros frá Ungverjalandi í næstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner