Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 31. ágúst 2021 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea að landa Saul en ekki Kounde
Saul Niguez.
Saul Niguez.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er að krækja í miðjumanninn Saul Niguez frá Atletico Madrid á Spáni.

Hann kemur á láni til Chelsea og mun Lundúnafélagið greiða 5 milljónir evra fyrir það.

Saul er öflugur miðjumaður sem hefur leikið með Atletico allan sinn feril með Atletico, fyrir utan eitt tímabil þar sem hann var á láni hjá Rayo Vallecano.

Saul mun heldur betur styrkja breiddina á miðsvæðinu hjá Chelsea sem ætlar sér Englandsmeistaratitilinn.

Saul verður líklega eini leikmaðurinn sem Chelsea fær í dag. Félagið hefur verið að reyna að kaupa miðvörðinn Jules Kounde frá Sevilla en það mun ekki ganga eftir í dag. Sevilla vildi ekki selja fyrir minna en 80 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner