
„Ég vissi að Kórdrengir yrðu öflugir. Þeir byrjuðu leikinn mjög kröftugt. Ég varaði mína menn við að við að við yrðum að ná fótfestu strax í leiknum og byrja af krafti en við gerðum það ekki og vöknuðum ekki fyrr en staðan var orðin 2-0." voru fyrstu viðbrögð Guðjóns Þórðarssonar þjálfara Víkings Ólafsvíkur
Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 - 0 Víkingur Ó.
Víkingar Ólafsvík lentu 2-0 undir strax eftir 15.mínútna leik og þá var þetta strax orðið erfitt fyrir Víkinga að koma til baka.
„Það kom mark eftir sjö mínútur og svo á 15.mínútu eftir það var þetta erfitt en það er alltaf séns í 2-0 því þriðja markið er það sem telur, það drap okkur og það hefði gefið okkur líflínu ef við hefðum skorað markið en við áttum sénsa til þess að gera, við áttum tilraunir sem við hefðum getað unnið betur úr og áframhaldið er erfitt."
Guðjón Þórðarsson staðfesti í kvöld að hann ætlar að halda áfram með liðið og taka á skarið með liðinu á næsta tímabili í C-deild.
„Ég verð áfram með liðið."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Þar sem Guðjón Þórðarson var meðal annars spurður út í stóra málið sem allir ræða um.
Athugasemdir