Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. ágúst 2021 21:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Bergmann í FC Kaupmannahöfn (Staðfest)
Ísak á landsliðsæfingu í dag.
Ísak á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er óvænt genginn í raðir FC Kaupmannahafnar í Danmörku frá Norrköping í Svíþjóð. Danska félagið segir frá þessu í kvöld.

FCK kaupir Ísak frá Norrköping og skrifar Skagamaðurinn ungi undir samning til 2026 við FCK.

Ísak hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Svíþjóð og var hann orðaður við risastór félög í Evrópu á borð við Liverpool, Manchester United og Real Madrid.

Þessi 18 ára gamli leikmaður er núna í landsliðsverkefni með A-landsliði Íslands en flytur svo til Kaupmannahafnar að því loknu.

„Ég sé FC Kaupmannahöfn sem fullkomið félag fyrir mig," segir Ísak. Hann segir að FCK sé stórt félag þar sem hann muni fá möguleika til að spila og þróa leik sinn áfram.

Hann er fjórði Íslendingurinn í herbúðum FCK. Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson eru einnig hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner