Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 31. ágúst 2022 23:23
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea að ganga frá viðræðum við Aubameyang - Alonso í hina áttina?
Pierre-Emerick Aubameyang er á leið aftur í ensku úrvalsdeildina
Pierre-Emerick Aubameyang er á leið aftur í ensku úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Barcelona, er að ganga í raðir Chelsea, en viðræður eru komnar langt á veg og ætti allt að vera frágengið fyrir gluggalok.

Aubameyang kom til Barcelona frá Arsenal í janúar á þessu ári og gerði 11 mörk í 17 deildarleikjum.

Barcelona er nú reiðubúið að losa sig við hann eftir hálft ár hjá félaginu en Sky Sports greinir frá því í kvöld að viðræður félagsins við Chelsea séu komnar langt á veg.

Samkomulag er ekki alveg komið í höfn en bæði félög eru jákvæð á að þetta fari í gegn. Marco Alonso, vinstri bakvörður Chelsea, gæti farið í hina áttina, en hann hefur verið orðaður við Barcelona í allt sumar.

Chelsea ætlar að fá framherja og miðjumann inn í hópinn áður en glugginn lokar annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner