Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
   mið 31. ágúst 2022 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Fagnaði fyrir framan bekk Blika og sér örugglega eftir því á morgun - „Tók kvíðakast yfir þessu"
Karl Friðleifur Gunnarsson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður frábærlega og miklar tilfinningar. Sterkt að koma hingað og vinna 3-0 sigur. Ekkert allir sem koma hingað og vinna 3-0," sagði Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, eftir 3-0 sigurinn á Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

Karl Friðleifur er uppalinn Bliki en hann kom til Víkings á láni á síðasta ári og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu.

Víkingur fékk hann alfarið til félagsins í kjölfarið og hefur hann verið mikilvægur hlekkur í Víkinni. Hann skoraði annað mark Víkings gegn Blikum í kvöld og fagnaði með því að hlaupa framhjá bekknum hjá Blikum, kyssa merkið og stara á Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara liðsins.

„Þetta var flott mark. Hitti hann í fyrsta og ég veit það ekki, svo tekur við einhver tilfinningarússíbani og fer í áttina að stúkunni og fögnum hjá því. Gerði örugglega hluti sem ég átti ekki að gera en það eru tilfinningar í þessu og þeir unnu okkur 3-0 heima og bara rússíbani og sé örugglega eftir þessu þegar ég horfi aftur á þetta á morgun."

„Jújú, það eru alveg skilaboð í þessu, Blikar eru farnir að ala upp stráka sem bara yfir í Víking og gera ansi vel. Þannig það voru einhver skilaboð í þessu,"
sagði hann ennfremur.

Hann fór af velli eftir hálftíma en hann byrjaði að finna til í lærinu og því var ákveðið að gera skiptinguna. Honum leið ekkert sérstaklega vel að horfa á síðari hálfleikinn.

„Alls ekki, ég tók kvíðakast yfir þessu og hætti að horfa á leiki. Mér finnst betra að vera inná, sérstaklega á móti KA þegar við vorum 2-1 undir þá var ég allan tímann upp í sófa alveg brjálaður og tók algjört kvíðakast," sagði hann ennfremur en hann ræðir um Arnar Gunnlaugsson og framhaldið í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner