Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 31. ágúst 2022 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Fagnaði fyrir framan bekk Blika og sér örugglega eftir því á morgun - „Tók kvíðakast yfir þessu"
Karl Friðleifur Gunnarsson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður frábærlega og miklar tilfinningar. Sterkt að koma hingað og vinna 3-0 sigur. Ekkert allir sem koma hingað og vinna 3-0," sagði Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, eftir 3-0 sigurinn á Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

Karl Friðleifur er uppalinn Bliki en hann kom til Víkings á láni á síðasta ári og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu.

Víkingur fékk hann alfarið til félagsins í kjölfarið og hefur hann verið mikilvægur hlekkur í Víkinni. Hann skoraði annað mark Víkings gegn Blikum í kvöld og fagnaði með því að hlaupa framhjá bekknum hjá Blikum, kyssa merkið og stara á Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara liðsins.

„Þetta var flott mark. Hitti hann í fyrsta og ég veit það ekki, svo tekur við einhver tilfinningarússíbani og fer í áttina að stúkunni og fögnum hjá því. Gerði örugglega hluti sem ég átti ekki að gera en það eru tilfinningar í þessu og þeir unnu okkur 3-0 heima og bara rússíbani og sé örugglega eftir þessu þegar ég horfi aftur á þetta á morgun."

„Jújú, það eru alveg skilaboð í þessu, Blikar eru farnir að ala upp stráka sem bara yfir í Víking og gera ansi vel. Þannig það voru einhver skilaboð í þessu,"
sagði hann ennfremur.

Hann fór af velli eftir hálftíma en hann byrjaði að finna til í lærinu og því var ákveðið að gera skiptinguna. Honum leið ekkert sérstaklega vel að horfa á síðari hálfleikinn.

„Alls ekki, ég tók kvíðakast yfir þessu og hætti að horfa á leiki. Mér finnst betra að vera inná, sérstaklega á móti KA þegar við vorum 2-1 undir þá var ég allan tímann upp í sófa alveg brjálaður og tók algjört kvíðakast," sagði hann ennfremur en hann ræðir um Arnar Gunnlaugsson og framhaldið í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner