Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   mið 31. ágúst 2022 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Fagnaði fyrir framan bekk Blika og sér örugglega eftir því á morgun - „Tók kvíðakast yfir þessu"
Karl Friðleifur Gunnarsson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður frábærlega og miklar tilfinningar. Sterkt að koma hingað og vinna 3-0 sigur. Ekkert allir sem koma hingað og vinna 3-0," sagði Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, eftir 3-0 sigurinn á Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

Karl Friðleifur er uppalinn Bliki en hann kom til Víkings á láni á síðasta ári og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu.

Víkingur fékk hann alfarið til félagsins í kjölfarið og hefur hann verið mikilvægur hlekkur í Víkinni. Hann skoraði annað mark Víkings gegn Blikum í kvöld og fagnaði með því að hlaupa framhjá bekknum hjá Blikum, kyssa merkið og stara á Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara liðsins.

„Þetta var flott mark. Hitti hann í fyrsta og ég veit það ekki, svo tekur við einhver tilfinningarússíbani og fer í áttina að stúkunni og fögnum hjá því. Gerði örugglega hluti sem ég átti ekki að gera en það eru tilfinningar í þessu og þeir unnu okkur 3-0 heima og bara rússíbani og sé örugglega eftir þessu þegar ég horfi aftur á þetta á morgun."

„Jújú, það eru alveg skilaboð í þessu, Blikar eru farnir að ala upp stráka sem bara yfir í Víking og gera ansi vel. Þannig það voru einhver skilaboð í þessu,"
sagði hann ennfremur.

Hann fór af velli eftir hálftíma en hann byrjaði að finna til í lærinu og því var ákveðið að gera skiptinguna. Honum leið ekkert sérstaklega vel að horfa á síðari hálfleikinn.

„Alls ekki, ég tók kvíðakast yfir þessu og hætti að horfa á leiki. Mér finnst betra að vera inná, sérstaklega á móti KA þegar við vorum 2-1 undir þá var ég allan tímann upp í sófa alveg brjálaður og tók algjört kvíðakast," sagði hann ennfremur en hann ræðir um Arnar Gunnlaugsson og framhaldið í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir