Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Gunnar Heiðar: Við héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Eiginlega meira svekktur með hvað það kom smá óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
   mið 31. ágúst 2022 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Fagnaði fyrir framan bekk Blika og sér örugglega eftir því á morgun - „Tók kvíðakast yfir þessu"
Karl Friðleifur Gunnarsson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður frábærlega og miklar tilfinningar. Sterkt að koma hingað og vinna 3-0 sigur. Ekkert allir sem koma hingað og vinna 3-0," sagði Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, eftir 3-0 sigurinn á Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

Karl Friðleifur er uppalinn Bliki en hann kom til Víkings á láni á síðasta ári og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu.

Víkingur fékk hann alfarið til félagsins í kjölfarið og hefur hann verið mikilvægur hlekkur í Víkinni. Hann skoraði annað mark Víkings gegn Blikum í kvöld og fagnaði með því að hlaupa framhjá bekknum hjá Blikum, kyssa merkið og stara á Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara liðsins.

„Þetta var flott mark. Hitti hann í fyrsta og ég veit það ekki, svo tekur við einhver tilfinningarússíbani og fer í áttina að stúkunni og fögnum hjá því. Gerði örugglega hluti sem ég átti ekki að gera en það eru tilfinningar í þessu og þeir unnu okkur 3-0 heima og bara rússíbani og sé örugglega eftir þessu þegar ég horfi aftur á þetta á morgun."

„Jújú, það eru alveg skilaboð í þessu, Blikar eru farnir að ala upp stráka sem bara yfir í Víking og gera ansi vel. Þannig það voru einhver skilaboð í þessu,"
sagði hann ennfremur.

Hann fór af velli eftir hálftíma en hann byrjaði að finna til í lærinu og því var ákveðið að gera skiptinguna. Honum leið ekkert sérstaklega vel að horfa á síðari hálfleikinn.

„Alls ekki, ég tók kvíðakast yfir þessu og hætti að horfa á leiki. Mér finnst betra að vera inná, sérstaklega á móti KA þegar við vorum 2-1 undir þá var ég allan tímann upp í sófa alveg brjálaður og tók algjört kvíðakast," sagði hann ennfremur en hann ræðir um Arnar Gunnlaugsson og framhaldið í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir