Maguire og Fernandes áfram á Old Trafford - Silva til í að fara - Endrick í úrvalseildina - Semenyo til Man Utd?
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
banner
   mið 31. ágúst 2022 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Fagnaði fyrir framan bekk Blika og sér örugglega eftir því á morgun - „Tók kvíðakast yfir þessu"
Karl Friðleifur Gunnarsson
Karl Friðleifur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður frábærlega og miklar tilfinningar. Sterkt að koma hingað og vinna 3-0 sigur. Ekkert allir sem koma hingað og vinna 3-0," sagði Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Víkings, eftir 3-0 sigurinn á Breiðabliki í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

Karl Friðleifur er uppalinn Bliki en hann kom til Víkings á láni á síðasta ári og varð bæði Íslands- og bikarmeistari með liðinu.

Víkingur fékk hann alfarið til félagsins í kjölfarið og hefur hann verið mikilvægur hlekkur í Víkinni. Hann skoraði annað mark Víkings gegn Blikum í kvöld og fagnaði með því að hlaupa framhjá bekknum hjá Blikum, kyssa merkið og stara á Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara liðsins.

„Þetta var flott mark. Hitti hann í fyrsta og ég veit það ekki, svo tekur við einhver tilfinningarússíbani og fer í áttina að stúkunni og fögnum hjá því. Gerði örugglega hluti sem ég átti ekki að gera en það eru tilfinningar í þessu og þeir unnu okkur 3-0 heima og bara rússíbani og sé örugglega eftir þessu þegar ég horfi aftur á þetta á morgun."

„Jújú, það eru alveg skilaboð í þessu, Blikar eru farnir að ala upp stráka sem bara yfir í Víking og gera ansi vel. Þannig það voru einhver skilaboð í þessu,"
sagði hann ennfremur.

Hann fór af velli eftir hálftíma en hann byrjaði að finna til í lærinu og því var ákveðið að gera skiptinguna. Honum leið ekkert sérstaklega vel að horfa á síðari hálfleikinn.

„Alls ekki, ég tók kvíðakast yfir þessu og hætti að horfa á leiki. Mér finnst betra að vera inná, sérstaklega á móti KA þegar við vorum 2-1 undir þá var ég allan tímann upp í sófa alveg brjálaður og tók algjört kvíðakast," sagði hann ennfremur en hann ræðir um Arnar Gunnlaugsson og framhaldið í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner