Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 29. ágúst 2024 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markmiðið að eiga annan möguleika á HM sæti
Icelandair
Byrjunarlið Íslands sem vann England á Wembley.
Byrjunarlið Íslands sem vann England á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfararnir þurfa horfa í hvernig sé hægt að hafa menn sem ferskasta fyrir báða leikina í komandi verkefni.
Þjálfararnir þurfa horfa í hvernig sé hægt að hafa menn sem ferskasta fyrir báða leikina í komandi verkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjóðadeildin hefst í næstu viku.
Þjóðadeildin hefst í næstu viku.
Mynd: Getty Images
Ísland hefur í næstu viku keppni í Þjóðadeildinni. Liðið er þar í B-deild og í riðli með Wales, Tyrklandi og Svartfjallalandi.

Fyrsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Svartfjallalandi eftir rúma viku, á föstudag, og svo er leikur gegn Tyrklandi ytra þremur dögum síðar.

„Við eigum góðan möguleika á sigri gegn Svartfjallalandi ef við spilum á því getustigi sem við höfum sýnt. Leikurinn gegn Tyrkjum úti verður öðruvísi. Næsti leikur er alltaf sá mikilvægasti og við verðum að horfa í að fá þrjú stig þar. Með sigri þar komum við okkur í góða stöðu. Leikurinn á föstudag er mjög mikilvægur leikur og einbeitingin er á honum," sagði Age Hareide, þjálfari landsliðsins, á fréttamannafundi í gær.

Þjálfarinn var spurður út í markmiðin fyrir Þjóðadeildina.

„Fyrsta markmið er að koma okkur allavega í þá stöðu að vinna okkur inn annan möguleika á því að tryggja okkur sæti á HM. Til þess að það gerist þá megum við ekki enda neðar en í 3. sæti í riðlinum (og helst enda í 2. sæti). Ég held að Tyrkland verði erfiðasta liðið til að sigra. Við eigum fullt erindi í öll lið á heimavelli, ég hef ekki áhyggjur af því, en Tyrkland á útivelli er alltaf erfitt. Við þurfum að sjá núna hvernig Wales stendur erftir þjálfarabreytingu þar, Craig Bellamy er tekinn við. Við þurfum að vinna Svartfjallaland og við byrjum á því markmiði."

„Við viljum komast í stöðu að komast í umspil í gegnum Sambansdeildina ef við komumst ekki beint áfram á HM í gegnum undankeppnina,"
sagði norski þjálfarinn.

Árangur Íslands í síðustu Þjóðadeild (2022) tryggði liðinu umspilssæti fyrir EM 2024. Þá endaði liðið í 2. sæti í riðli með Ísrael, Albaníu og Rússlandi - sem var reyndar dæmt úr keppni.

Miðasala
Mótsmiðasala fyrir Sambandsdeildina, heimaleikina þrjá, er í fullum gangi. Smelltu hér til að kaupa mótsmiða.

Með kaupum á mótsmiða fæst 20% afsláttur af miðum í almennri miðasölu. Hægt verður að kaupa miða í fimm verðflokkum frá kr 5.200 til kr 21.360 - sem fyrr með 50% afslætti fyrir 16 ára og yngri.

Þá er einnig hægt að kaupa miða einungis á leikinn gegn Svartfjallalandi. Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn gegn Svartfjallalandi.

Heimaleikir Íslands í Þjóðadeildinni:
Ísland – Svartfjallaland föstudaginn 6. september kl. 18:45
Ísland – Wales föstudaginn 11. október kl. 18:45
Ísland – Tyrkland mánudaginn 14.október kl 18:45
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner