Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 31. október 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Fjórir ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd
Powerade
Antony er meðal þeirra sem eru ekki í myndinni hjá Amorim.
Antony er meðal þeirra sem eru ekki í myndinni hjá Amorim.
Mynd: Getty Images
Claudio Echeverri kemur til City í janúar.
Claudio Echeverri kemur til City í janúar.
Mynd: Manchester City
Pedro Porro.
Pedro Porro.
Mynd: EPA
Ruben Amorim hyggst selja Brasilíumennin Antony og Casemiro ef hann tekur við Manchester United og Real Madrid hefur áhuga á Pedro Porro. Þetta er meðal efnis í slúðurpakka dagsins.

Rúben Amorim hefur þegar rætt við Manchester United um skoðanir sínar á félagaskiptum. Kantmaðurinn Antony, miðjumennirnir Casemiro og Christian Eriksen og varnarmaðurinn Victor Lindelöf eru ekki í áætlunum hans. (Teamtalk)

Ferli United til að tryggja sér Amorim varð fyrir hindrun þegar Sporting Lissabon krafðist þess að fá 4 milljónir punda fyrir aðstoðarmenn Amorim ofan á 8,3 milljóna punda riftunarákvæðið í samningi stjórans. (Times)

Amorim viðurkennir að hann gæti neyðst til að bíða þangað til í landsleikjaglugganum í nóvember með að taka við United. (Telegraph)

Ákvörðun West Ham um að ráða ekki Amorim í sumar var vegna skorts á reynslu hans í að stýra stóru félagi, frekar en fjárhagslegu. (Daily Mail)

Barcelona hefur áhuga á Rafael Leao (25) kantmanni AC Milan, en þessi portúgalski landsliðsmaður er ekki í náðinni á San Siro. (Sport)

Manchester City hefur hafnað tilmælum frá nokkrum félögum um að fá argentínska sóknarmiðjumanninn Claudio Echeverri (18) lánaðan. Búist er við því að hann komi inn í hóp City frá River Plate eftir áramót. (Fabrizio Romano)

Roma hefur hafið leit sína að nýjum stjóra ef núverandi stjóri Ivan Juric tekst ekki að vinna næsta leik, gegn Torino. (Corriere dello Sport)

Erik ten Hag íhugaði að fá Danny Welbeck (33) fyrrum framherja Manchester United, sem er nú hjá Brightonm á meðan hann starfaði sem stjóri United. (The Athletic)

Það verður erfitt fyrir West Ham að krækja í Ademola Lookman (27), framherja Atalanta, en Paris St-Germain er líklegast til að hreppa nígeríska landsliðsmanninn ef hann verður falur. (Football Insider)

Real Madrid mun íhuga að fá spænska bakvörðinn Pedro Porro (25) frá Tottenham ef það nær ekki að landa Trent Alexander-Arnold, varnarmanni Englands og Liverpool. (AS)

Félög í Sádi-Arabíu eru enn áhugasöm um að fá brasilíska framherjann Vinicius Junior (24) frá Real Madrid. Þau vona að leikmaðurinn verði þreyttur á evrópskum fótbolta eftir að hann vann ekki Ballon d'Or gullboltann. (Sport)

Þýski framherjinn Thomas Müller (35) hefur áhuga á að fara í ensku úrvalsdeildina þegar hann yfirgefur Bayern München. (Bild)

Napoli heldur áfram samningaviðræðum við Khvicha Kvaratskhelia (23) um nýjan samning sem mun innihalda 84 milljóna punda (100 milljóna evra) riftunarákvæði. (Sky Sports Italia)

Sunderland mun berjast fyrir því að halda enska miðjumanninum Chris Rigg (17) sem er eftirsóttur af Manchester United og Chelsea. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner