Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   fim 31. október 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Verður líklega ekki goðsögn hjá Barcelona
Ansu Fati
Ansu Fati
Mynd: Getty Images
Vonir Ansu Fati um að verða goðsögn hjá spænska stórliðinu Barcelona er að fjara út en félagið er sagt reiðubúið til að losa sig við hann í janúarglugganum.

Fati, sem er 22 ára gamall í dag, var eitt sinn einn efnilegasti fótboltamaður heims og var spáð því að hann tæki við kyndlinum af Lionel Messi hjá Barcelona.

Hann var að slá hvert metið á fætur öðru og varð yngsti markaskorari og leikmaður til að spila fyrir félagið.

Eftir að Messi yfirgaf félagið og fór til Paris Saint-Germain tók Fati við 'tíunni' sem þýddi aðeins eitt: meiri ábyrgð fyrir Fati.

Fati var meiddur í byrjun tímabilsins en er nú bara fastamaður á bekknum. Það er nýr fógeti í bænum og sá heitir Lamine Yamal, sem að vísu spilar hægra megin á vellinum, en félagið lítur á hann sem hinn verðuga arftaka Messi.

Sport segir að nú sé Jorge Mendes, umboðsmaður Fati, að vinna í því að koma honum frá félaginu, en óvíst er hvort Fati sé tilbúinn að yfirgefa félagið fyrir fullt og allt.

Hann gæti farið aftur á láni frá félaginu eins og hann gerði á síðasta tímabili er hann fór til Brighton, en sú lánsdvöl var mikil vonbrigði þar sem hann lék aðeins um rúmar 500 mínútur í nítján leikjum.

Fati er samningsbundinn Barcelona til 2027 og er talið að hann sé þriðji launahæsti leikmaður félagsins með um það bil 270 þúsund evrur í vikulaun.
Athugasemdir
banner
banner
banner