Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. október 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kynþáttaníð á Ítalíu og í Skotlandi
Ronaldo Vieira.
Ronaldo Vieira.
Mynd: Getty Images
Alfredo Morelos.
Alfredo Morelos.
Mynd: Getty Images
Kynþáttafordómar virðast, ef eitthvað er, vera að færast meira í aukana í fótbolta. Það er sorglegt.

Leikmenn úr enska landsliðinu urðu fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum búlgarska landsliðsins í síðustu viku og í gær var leikur hætt í enska bikarnum vegna kynþáttafordóma.

Í dag varð Ronaldo Vieira, leikmaður Sampdoria, fyrir kynþáttafordómum frá stuðningmönnum Roma er Sampdoria og Roma áttust við í ítölsku úrvalsdeildinni.

Ítalska fréttaveitan ANSA sagði frá því að apahljóð úr stúkunni hefðu heyrst í fyrri hálfleiknum og hefði þeim verið beint að hinum 21 árs gamla Vieira.

„Ég heyrði það, en ég vil ekki tala um það. Þetta gerist alltof oft, þetta á ekki að vera svona," sagði Vieira.

Vieira gekk í raðir Sampdoria frá Leeds árið 2018.

Corriere dello Sport segir frá því að tilkynnt hafi verið í gegnum hátalarkerfi vallarins að leiknum yrði hætt ef rasisminn héldi áfram.

Roma sendi frá sér afsökunarbeiðni á Twitter eftir leikinn.

Kynþáttaníð í Skotlandi til rannsóknar
Kynþáttaníð í garð Ronaldo Vieira í kvöld er langt frá því að vera eina dæmið um kynþáttafordóma í fótboltanum á Ítalíu, en í kvöld bárust fréttir af því að kynþáttafordómar væru til rannsóknar í Skotlandi, nánar tiltekið kynþáttafordómar í leik Hearts og Rangers.

Hearts hefur hótað að banna alla þá stuðningsmenn sem gerast sekir um kynþáttafordóma á leikjum liðsins.

Hearts og Rangers gerðu 1-1 jafntefli í dag, en Alfredo Morelos jafnaði fyrir Rangers stuttu fyrir leikhlé. Talið er að hann hafi orðið fyrir kynþáttafordómum er hann fagnaði marki sínu fyrir framan stuðningsmenn Hearts.

Málið er til rannsóknar hjá Hearts.
Athugasemdir
banner
banner
banner