
Það var að koma upp slæmt atvik í leik Finnlands og Íslands sem fer núna fer fram á EM. Hildur Antonsdóttir fékk sitt seinna gula spjald og þar með rautt.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 1 Finnland
Það sást ekki almennilega hvað hafði gerst í fystu. Allt í einu fór bara rauða spjaldið á loft. Það sást illa á vellinum.
Í seinni endursýningu kom í ljós að Hildur steig á leikmann Finnlands. Líklega var þetta réttur dómur.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands, var vægast sagt brjálaður og lét fjórða dómarann heyra það.
Það er hálftími eftir af leiknum og staðan er enn markalaus, en Ísland er einum færri og þá er Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, farin veik af velli.
Hér má sjá rauða spjaldið sem Hildur Antonsdóttur fékk. „Það veit hreinlega enginn hvað er að gerast,“ segir Einar Örn pic.twitter.com/hZNk3Rk2YS
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025
Atvikið má sjá aftarlega í klippunni að ofan. Hér er styttri bútur pic.twitter.com/TX6MRRPs12
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 2, 2025
Athugasemdir