Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 17:01
Elvar Geir Magnússon
Sérfræðingarnir í hálfleik: Hefur verið rosalega dapurt
Icelandair
EM KVK 2025
Stress í íslenska liðinu?
Stress í íslenska liðinu?
Mynd: EPA
Staðan er markalaus eftir fyrri hálfleik í fyrsta leik Evrópumóts kvenna, leik Íslands og Finnlands. Sérfræðingar RÚV ívoru ekki hrifnir af spilamennsku Íslands í fyrri hálfleik og veltu fyrir sér hvort leikmenn væru eitthvað stressaðir.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  1 Finnland

„Þetta er eina skiptið sem við komum á miðsvæðið og komum okkur í góða stöðu. Fyrir utan það hefur þetta verið rosalega dapurt," sagði Albert Brynjar Ingason þegar eina færi Íslands í fyrri hálfleiknum var skoðað.

„Mér finnst við vera í vandræðum, sérstaklega hægra megin í varnarlínunni. Guðný er í vandræðum og Hlín er ekki að hjálpa henni. Mér finnst við vera bara í miklum vandræðum varnarlega," sagði Adda Baldursdóttir.

„Miðjan hefur ekki hjálpað vörninni finnst mér. Hildur og Alexandra eru í vandræðum með staðsetningar og Finnar hafa bara stýrt þessum leik. Ég veit ekki hvort þetta er stress eða hvað en það þarf miklu meiri ró og yfirvegun," sagði Ólafur Kristjánsson.
Athugasemdir
banner
banner