Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 02. júlí 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Þrír leikmenn Juve standa til boða fyrir Man Utd
Mynd: EPA
Ítalska félagið Juventus hefur áhuga á Jadon Sancho, leikmanni Manchester United. Sancho er ekki í myndinni hjá United og lék á lánssamningi hjá Chelsea á síðasta tímabili.

Chelsea ákvað að kaupa Sancho ekki eftir lánsdvölina en þessi 25 ára vængmaður á eitt ár eftir af samningi sínum við United.

Fabrizio Romano segir að þrír leikmenn Juventus standi United til boða í skiptisamningi fyrir Sancho.

Einn af þessum leikmönnum er með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni en það er Douglas Luiz, fyrrum leikmaður Aston Villa.

Hinir leikmennirnir eru serbneski sóknarmaðurnn Dusan Vlahovic og bandaríski landsliðsmaðurinn Timothy Weah. Juventus er tilbúið að selja alla leikmennina þrjá og hefur látið United vita að þeir standi til boða við samningaborðið.
Athugasemdir