Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. febrúar 2024 17:14
Hafliði Breiðfjörð
Í beinni: Ársþing KSÍ í Úlfarsárdal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
78. ársþing KSÍ fer fram í dag í íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal, og hefst það klukkan 11:00. Fótbolti.net verður á þinginu og hér að neðan má fylgjast með því helsta sem gerist.

Stóra fréttin verður kosning til formanns KSÍ en Vanda Sigurgeirsdóttir er að hætta og Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson bjóða sig fram.

Hér má nálgast þingskjöl ársþingsins þar sem meðal annars er fjallað um þær tillögur sem teknar eru fyrir.
18:14
Textalýsingu lýkur
Við látum þessari textalýsingu lokið. Sjálfkjörið er í stjórn varamanna og nú er kosið í minni hlutverk. Takk fyrir í dag.

Eyða Breyta
18:06
Nýir menn í stjórn - Máni vann kosninguna
Nú er kosningu lokið í stjórn KSÍ. Kosið var um fjórar stjórnarstöður og þeir sem náðu inn voru þessir:

Komast inn
1. Þorkell Máni Pétursson
2. Ingi Sigurðsson
3. Pálmi Haraldsson
4. Sveinn Gíslason

Komast ekki inn:
---------------------
5. Sigfús kárason
6. Sigurður Örn Jónsson
7. Pétur Marteinsson




Eyða Breyta
18:05
Kosining hafin
Ræðum er lokið og kosning til stjórnar að hefjast.

Eyða Breyta
17:34
Kosið í stjórn
Nú verður kosið í stjórn KSÍ. Allir frambjóðendur halda sínar ræður. Fjórir stjórnarmenn verða kosnir úr þessum hópi.

Ingi Sigurðsson
Pálmi Haraldsson
Pétur Marteinsson
Sigfús Ásgeir Kárason
Sigurður Örn Jónsson
Sveinn Gíslason
Þorkell Máni Pétursson

Eyða Breyta
17:26
Þorvaldur nýr formaður KSÍ
Nú rétt í þessu lauk seinni kosningu til formanns KSÍ. Þorvaldur Örlygsson er nýr formaður, hann hlaut 51,72% atkvæða í seinni kosningunni þar sem hann keppti við Vigni Má Þormóðsson.

Vignir Már Þormóðsson: 48,28%, 70
Þorvaldur Örlygsson: 51,72%
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
17:23
Kosning að hefjast að nýju
Nú verður kosið aftur, bara á milli Þorvaldar og Vignis Más.

Eyða Breyta
17:14
Kosningu lokið - Guðni fallinn úr leik
Nú er kosningu lokið og ljóst að kjósa þarf aftur því enginn frambjóðandanna þriggja fékk yfir 50% atkvæða. Guðni Bergsson heltist nú úr lestinni og ljóst að kjósa þarf aftur á milli Vignis og Þorvaldar.

Guðni Bergsson: 30 atkvæði 20,83%
Vignir Már Þormóðsson: 59 atkvæði40,97%
Þorvaldur Örlygsson: 55 atkvæði 38,19%

Eyða Breyta
16:58
Ræðum lokið
Nú er ræðum lokið og gengið til kosninga. Ef enginn nær 50% atkvæða mun verða kosið aftur milli tveggja efstu.

Eyða Breyta
16:54
Guðni biðst afsökunar
Guðni biðst afsökunar á þeim mistökum sem hann gerði en segist læra af þeim og horfa fram á veginn.

Eyða Breyta
16:51
Komið að formannskosningunni
Nú hefst kosning formanns á dagskránni, Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson fá nú að halda ræður, Guðni fyrst, þá Þorvaldur og að lokum Vignir en dregið var um röðina. Hver þeirra fær fimm mínútur svo gerum ráð fyrir niðurstöðu í kjölfar þess.

Eyða Breyta
16:49
Önnur mál - afmælissöngur
Ekkert var á dagskrá undir önnur mál svo salurinn söng afmælissöng fyrir Albert Eymundsson sem er hér og fagnar 75 ára afmælisdegi sínum í dag.

Eyða Breyta
16:47
Tillaga 22 - Hafnað
Kosningu er lokið um tillögu 22, og nú er þetta síðasta tillaga dagsins. Félögin hafa fellt tillöguna en naumt var það!

Já: 65
Nei: 68

Eyða Breyta
16:42
Tillaga 22 - Fimm leikmenn utan EU en ekki 3
Það kemur ein önnur tillaga, Samúel Samúelsson fékk að bæta við auka tillögu á þingi. Hann er á hækjum og talar úr sæti sínu. Samúel vill fjölga leikmönnum utan EU sem í dag megar bara vera 3. Vestri vill að þeir verði 5 enda eigi ekki að breyta miklu hvort menn sem hingað komi séu Englendingar eða Spánverjar. ,,Það er betra að vera með mér í liði en móti mér svo kjósið með þessu!" sagði Samúel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
16:40
Tillaga 21 - Samþykkt
Síðasta tillaga dagsins hefur verið samþykkt. Styttist því í stóru kosningar til stjórnar og formanns. Meirihluti þingsins vill stofna starfsfhóp til að endurskoða tímasetningu ársþingsins.

Já: 114
Nei: 18

Eyða Breyta
16:38
Tillaga 21 - Tímasetning ársþings KSÍ
Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF talar fyrir því að skipa starfshóp sem kanni kosti og galla þess að halda ársþing að hausti en ekki í febrúar eins og til þessa. Þá sé til dæmis meirik tími til að bregðast við kosningum um breytingar á mótahaldi.

Eyða Breyta
16:36
Tillaga 20 - Samþykkt
Tillaga númer 20 um dómstóla hefur verið samþykkt.

Já: 117
Nei: 8

Eyða Breyta
16:31
Tillaga 20 - Dómstólar
Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR talar fyrir tillögu ÍTF um að skipa starfshóp sem fer yfir dómstóla KSÍ. Hópurinn geri tillögur til úrbóta sem verði lagðar fyrir ársþing 2025. Páll segir hollt og tímabært að endurskoða dómstólakerfi KSÍ. Kosning er hafin um tillöguna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
16:24
Tillaga 19 - Hafnað
Gengið var til kosninga um tillögu númer 19 um sumarfrí leikmanna og breytingatillögu þar á. Félögin fella tillögu um sumarfrí.

Breytingatillagan - 19b
Já: 79
Nei: 56

Aðaltillagan - 19
Já: 27
Nei: 110

Eyða Breyta
16:21
Arnar Sveinn talar fyrri breytingatillögu
Arnar Sveinn kemur nú upp og talar fyrir breytingatillögu sinni. Hann leggur til að fara eftir því sem Sævar sagði og skoða frí í tengslum við landsleikjahlé í júlí. Farið sé úr 14 dögum samfleytt í 7 og keppnishlé verði þrjár vikur en ekki fjórar.

Eyða Breyta
16:21
Breytingatillaga á leiðinni
Arnar Sveinn undirbýr nú breytingatillögu.

Eyða Breyta
16:18
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA mætti upp í pontu. Hann sagði að fyrsta hugsun hans hafi verið að tillagan sé galin. Hann telji þó nauðsynlegt að hlusta á leikmennina, það sé gott fyrir hreyfinguna að þora að taka samtalið en ekki hafna tilllögunni 1-2-3. Hann telur að hægt sé að finna lausnir með að tengja fríið við landsleikjahlé í júní. Þannig komi þriggja vikna frí frá keppni og leikmenn og aðrir fái frí.

Eyða Breyta
16:16
Stjórn KSÍ
Helga Helgadóttir stjórnarmaður í KSÍ tjáir sig um tillöguna. Hún segir að mótanefnd hafi bent á að sumarfrí sé ekki of jákvætt fyrir deildirnar á Íslandi því gera þurfi langt hlé. Þetta sé mismunandi karla- og kvennamegin. Hún segir skjóta skökku við að spila ekki þegar vellirnir eru í hvað bestu standi og veltir fyrir sér áhrifunum á áhorfendafjölda.

Eyða Breyta
16:13
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna
Anna Þorsteinsdóttir frá Hagmunasamtökum knattspyrnukvenna tjáir sig um tillöguna. Hún segist ekki vera komin til að bakka upp tillöguna en hún hafi fylgst með umræðunni og að fólk vilji breyta umhverfinu og það verði að þora að ræða það. Hún bendir á að á mörgum stöðum halli á konur í kerfinu og það þurfi að finna villurnar í því kerfi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Eyða Breyta
16:07
Tillaga 19 - Sumarfrí leikmanna.
Þá er komið að mikið umtalaðri tillögu leikmannasamtakanna um sumarfrí leikmanna. Arnar Sveinn talar fyrir henni. Hann segir rúmlega 60% leikmanna vilja sumarfrí, 20% vilji það ekki. Hann vill 4 vikna keppnishlé um mitt keppnistímabil en hvar það er verði að skoða. Leikmenn verði ekki í 4 vikna fríi frá fótbolta heldur verði 14 daga samfleytt frí frá æfingum. Hann segir þetta ekki bundið við júlí, hægt sé að skoða aðra möguleika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
16:04
Tillaga 18 - Samþykkt
Aðalltillagan var líka samþykkt.

Já: 132
Nei: 6

Eyða Breyta
16:01
Tillaga 18b - Samþykkt
Breytingartillagan um að tillaga 18 gildi einnig um meistaraflokk kvenna er samþhykkt.

Já: 135
Nei: 4

Eyða Breyta
16:00
Helga Helgadóttir stjórnarmaður KSÍ tjáði sig um tillögu 18. Hún kemur með breytingatillögu með ÍTF um að tillagan gildi einnig til meistaraflokks kvenna.

Eyða Breyta
15:58
Tillaga 18 - Lánareglur. Móðurfélag og dótturfélag
Þórir Hákonarson talar fyrir tillögu ÍTF sem snýst í raun um varalið eða svokölluð venslalið í meistaraflokki karla. Lagt er til að skipa í starfshóp sem fer yfir málið. Hann segist vera að koma upp í síðasta sinn í dag og þakkar, Vöndu, Klöru og Borghildi fyrir þeirra störf.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Eyða Breyta
15:55
Tillaga 17 - Samþykkt
Tillaga 17 um framkvæmd leyfiskerfis KSÍ var samþykkt.

Já: 107
Nei: 24

Eyða Breyta
15:51
Tillaga 17b - Samþykkt
Kosið var um breytingartillögu Leikmannasamtakanna um að leyfiskerfið taki til Lengjudeildar kvenna.

Já: 90
Nei: 44

Eyða Breyta
15:49
Fulltrúi leikmannasamtakanna tjáir sig
Arnar Sveinn hrasar á leið upp í pontu en allt í góðu. Gísli Gíslason þingforseti á í erfiðleikum með nafnið hans en það kemur. Arnar Sveinn leggur til þá breytingu á tillögunni og vill að leyfiskerfi nái einnig yfir Lengjudeild kvenna. Því án leyfiskerfis geti leikmenn ekki nýtt sér kröfu í leyfiskerfinu um skuldleysi.

Eyða Breyta
15:46
Tillaga 17 - Framkvæmd leyfiskerfis KSÍ
Sigfús Kárason stjórnarmaður KSÍ segist vilja vísa niðurstöðu starfshóps í starfshóp. Í tillögu 17 er fjallað um leyfiskerfi KSÍ. Sigfús segir að verið sé að reyna að einfalda hlutina og hjálpa félögunum að fullnægja kröfum kerfsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
15:45
Búið er að draga tillögur 15 og 16 til baka

Eyða Breyta
15:42
Tillaga 14 - Hafnað
Gengið var til atkvæðagreiðslu um tilllögu 14 og henni var hafnað.

Já: 35
Nei: 98


Eyða Breyta
15:39
Klara tjáir sig
Klara Bjartmarz segir að ef tillagan verði samþykkt þurfi að breyta félagaskiptaglugga. Hann þurfi að vera samræmdur glugga efri deilda og því takmarkist gluggi til að fá leikmenn í 2. deild kvenna. Þá þurfi einnig atvinnu og dvalarleyfi fyrir leikmenn en ekki bara dvalarleikmenn gangi tillagan fram.

Eyða Breyta
15:37
Tillaga 14 - Leikmannasamningar í 2. deild kvenna
Haukar tala fyrri tillögu um að notast verði við leikmannasamninga í 2. deild kvenna. Fulltrúi þeirra í dag er Jón sem segir að breytingin verði að koma hvort sem hún komi núna eða síðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
15:34
Tillaga 13 - Frávísunartillaga samþykkt
Tillögu Breiðabliks, FH, Vals og Víkings um að vísa frá tilllögu Leikmannasamtakanna um leikmanns- og sambandssamning hefur verið samþykkt.

Já: 126
Nei: 17

Eyða Breyta
15:32
Flosi tjáir sig
Flosi Eiríksson frá Breiðabliki tjáir sig. Hann situr í nefnd sem hefur verið falið að endurskoða þessi mál. Hann kemur með frávísunartillögu og vill vísa tillögunni frá í heild sinni. Óheppilegt sé að taka einstök atriði út úr endurskoðunin nefndarinnar. Breiðablik, FH, Valur og Víkingur standa saman að frávísunartillögunni. Nú verður kosið um frávísun.

Eyða Breyta
15:27
Tillaga 13 - Leikmanns- og sambandssamningur
Arnar Sveinn Geirsson frá leikmannasamtökunum tjáir sig um tillögu þeirra um breytingu á samningum leikmanna. Þarna er meðal annars talað um lágmarkslaun, 75 þúsund krónur í Lengjudeildum og 100 þúsund krónur í Bestu-deild. Auk þess greiði félögin gjald til hagsmunasambaka leikmanna og FIFPro. Arnar segir fjölmiðla hafa fjallað um tillögur leikmannasamtakanna og að tilgangurinn sé að nálgasgt þingið með öðruvísi þætti og koma með önnur sjónarmið á borðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
15:25
Tillaga 12 - Hafnað
Gengið var til atkvæðagreiðslu um tillöguna. Niðurstaðan var sú að tillagn er felld:

Já - 37
Nei - 103

Eyða Breyta
15:20
Sævar tjáir sig
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA segist í grunninn hlynntur tillögunni en hún sé illa unnin. Það kosti hvert félag um 3 milljónir að stækka varamannaskýli. Hann segir líka að tala þurfi um í tilllögunni að bætt sé við U19 leikmönnum en ekki 30 ára gömlum mönnum sé bætt í hópana. Ívar Ingimarsson kom svo með athugasemd fyrir mannvirkjanefnd og ítrekaði með varamannaskýlin og kostnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
15:14
Tillaga 12 - Fjölgun varamanna
Nú er tekin fyrir tillaga ÍTF um að fjölga varamönnum á bekk og starfssmönnum í báðum tillfellum úr 7 í 9. Birgir Jóhannsson framkæmdastjóri ÍTF talar fyrir tillögunni og segir hana frá aðildarfélögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Eyða Breyta
15:03
Tillaga 11c - Samþykkt - Tillaga 11 felld
Breytingatillögu 11c gekk til kosningar, þess efnis að KSÍ ákveði þátttökugjöld til fjögurra ára í senn, og að hámark sé á 25% kostnaði við að halda bikarkeppni KSÍ.

Breytingatillagan
Já - 98
Nei - 38

Tillagan í heild sinni
Já - 53
Nei - 78

Eyða Breyta
14:59
Borghildur tjáir sig um tilllöguna og Þórir kemur með sáttatillögu
Borghildur Sigurðardóttir varaformaður KSÍ segir að ársþingið kjósi sér fulltrúa sem á að vera til þess bær að taka ákvarðanir um álögur á félögin. Hún er sammála um að stjórn setji fyrir sér til fjögurra ára hvernig tekjur og gjöld þróist. Þórir kom svo aftur og lagði fram aðra breytingatillögu til að verða sammála Borghildi. Hann leggur því til að stjórn KSÍ ákveði þátttöugjöld í mótum til fjögurra ára í senn. Borghildur fagnar því en mótmælir að festa kostnað í 25% af tekjum. Hún ítrekar að ársþing eigi að kjósa fólk sem þau treysta í þessar ákvarðanir.

Eyða Breyta
14:56
Umræða um tillögu 11
Hér er rætt um réttindatekjur og þátttökugjöld. Enn kemur Þórir í púltið, eins og hólmgönguriddari sagði Helga Guðrún þingforseti. Þórir byrjar á að breyta tillögunni en vill að það sé hámark á hversu mikill kostnaður er af bikarkeppni KSÍ svo hægt sé að vita 4 ár fram í tímann hverjar tekjur af keppninni eru.

Eyða Breyta
14:51
Tillaga 10 - Hafnað
Tillögu númer 10 um varalið í meistaraflokki kvenna var hafnað.

Já: 35
Nei: 106

Eyða Breyta
14:47
Umræðan heldur áfram
Flosi og Kristján hafa báðir komið upp aftur og ítrekað mál sitt. Kristján bendir á að með þessu safnist leikmenn á fáa staði og fái jafnvel ekki verkefni þar. Ívar Ingimarsson tjáði sig líka og sagði unga leikmenn ekki spila nógu marga leiki og segist varaliðsstillöguna snúast um hvað er best fyrir unga leikmenn sem eru ekki tilbúnir í aðalliðin sín. Hann vill meiri umræðu hvernig ætti að breyta tillögunni til að ná fram sátt. Með því lauk mælendaskrá og gengið til atkvæðagreiðslu.
Ívar Ingimarsson á þinginu í dag. - Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
14:44
Auður frá ÍR - hin fúla gellan
Auður segist vera hin fúla gellan og vísar í Kötlu. Hún segir að henni lítist betur á reglu um lánareglur sem ÍTF leggur fram og verður rædd síðar á þinginu. Hún ítrekar að Flosi og Breiðablik hafi upphaflega lagt fram tillöguna. Helga Helgadóttir staðfestir að hann hafi átt upphaflegu tillöguna en þessi komi nú frá KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
14:41
Kristján Kristjánsson frá Vestra
Kristján Kristjánsson frá Vestra segist ekki á móti varaliðum en er á móti tillögunni sem kosið er um í dag. Jafnræði yrði ekkert verði hún samþykkt og ómögulegt að vita hvaða liðum Vestri í 2. deild kvenna mæti, og gætu þurft að spila gegn landsliðskonum sem hafi verið meiddar. Það hafi slæm áhrif á leiki í deildinni. Hann segir tillöguna of opna til að geta samþykkt hana og vill fella hana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Eyða Breyta
14:35
Flosi tjáir sig
Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks vill að tillagan fái framgang.Hann segir tillöguna ekki frá Breiðabliki heldur stjórn KSÍ og sé til reynslu í tvö ár. Hann skorar á alla að nýta atkvæðisrétt sinn í málinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Eyða Breyta
14:28
Snýst ekki um ananas á pizzu
Katla Guðjónsdóttir frá Víkingi hafði stöðvað þessa tillögu á ársþinginu á Ásvöllum fyrir tveimur árum og kemur hér fram og ræðir hana. Hún segist ekki vera á móti tillöguna því hún hati Breiðablik eins og hafi verið sagt við sig, en hún sé ekki á móti varaliði almennt heldur þessari tillögu. Hún segir ekki einingu um tillöguna og býðst til að fara fyrir tillögu um varalið. Hún segist baráttukona fyrir kvennaknattspyrnu en ekki bara fyrir Víking og biður fólk sem hefur ekki hagsmuna að gæta eða skoðun á málinu að sitja hjá. Þetta snúist ekki um ananas á pizzu heldur sé mikilvægt fyrir marga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
14:28
Umræða um tillögu 10, varalið í meistaraflokki kvenna
Helga Helgadóttir stjórnarmaður KSÍ talar fyrir tillögu KSÍ um varalið í meistaraflokki kvenna. Á ársþingi í fyrra var ákveðið að setja saman fjölbreyttan hóp fólks sem setti saman tillöguna sem hér er rædd.

Eyða Breyta
14:14
Tillaga 9 - Samþykkt
Ljóst er að tillagan var samþykkt.

Breytingatillagan var fyrst tekin fyrir og samþykkt:
Nei sögðu 25 en já sögðu 116

Svo var kosið um tillöguna í heild.
Nei 38, já sögðu 106.

Eyða Breyta
14:09
Umræða um tillögu 9
Marteinn Ægisson frá Þrótti Vogum gerir nú grein fyrir tillögu félagsins um að ársreikningar og skýrsla ÍTF verði birt á ársþingi. Marteinn bendir á að á heimasíðu ÍTF eru þessar upplýsingar hvergi sýnilegar en Þórir Hákonarson starfsmaður ÍTF kom einnig fram og taldi ekki þurfa að birta upplýsingarnar á ársþingi. Marteinn kom með breytingartillögu sem nú er rædd.
Marteinn Ægisson í pontu. - Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Eyða Breyta
14:06
Tillaga 8 - Hafnað
Kosningu um tillögu átta er nú lokið. Tillagan fjallar um að taka út línu sem bannar stjórnarmönnum sem eru kosnir að vera í stjórnum eða formaður ráða. Já sögðu 35 en flestir sögðu nei svo þessari tillögu ÍTF var hafnað.

Eyða Breyta
14:04
Tillaga 7 - Samþykkt
Kosningu er lokið um tillögu númer sjö sem fjallar um hæfisreglur í stjórn KSÍ. Já sögðu 124, nei sögðu 17

Eyða Breyta
14:01
Tillögur 7 og 8
Tilllögur má lesa í linknum að ofan en nú fer fram umræða um tillögur 7 og 8. Hæfisreglur og hæfi í stjórn KSÍ. Þórir Hákonarson og Ívar Ingimarsson tjáðu sig um málið og nú hefjast tvær rafrænar kosningar um þær tillögur.

Eyða Breyta
13:44
Prufukosnin
Áður en fyrsta tilllaga er tekin fyrir er prufukosning sem nú er keyrð í gegn.

Eyða Breyta
13:37
Súpuhlé búið
Nú er þingið hafið að nýju eftir matartía og tillögur verða teknar fyrir.

Eyða Breyta
11:45
Gullmerki ÍSÍ
Vanda, Klara og Borghildur varaformaður sem allar eru að hætta fá gullmerki ÍSÍ.

Eyða Breyta
11:35
Ingibjörg Jónsdóttir og Dagur Sveinn Dagbjartsson eru kjörnir þingritarar. Nú hefjast svo ávörp gesta.

Eyða Breyta
11:32
Þingforsetar
Gísli Gíslason og Helga Guðrún Guðjónsdóttir eru kjörnir þingforsetar með lófaklappi og taka nú við stjórn þingsins.

Eyða Breyta
11:14
Vanda heldur ávarp
Vanda Sigurgeirsdóttir fráfarandi formaður KSÍ heldur nú ávarp í síðasta sinn.

Eyða Breyta
11:12
Þingið er hafið
Smá töf var á upphafi þings vegna tæknivandamála með hljóðið. Í byrjun er þeirra sem létust á undanfarið ár minnst.

Eyða Breyta
11:10
Fólk er enn að koma sér fyrir í salnum. Góð mæting en dagskráin ekki hafin.

Eyða Breyta
10:44
Beint í Sjónvarpi Símans
KSÍ er komið inn á Sjónvarp Símans og þið sem hafið aðgang að því getið fylgst með þinginu í beinni útsendingu þar. Útsending hefst 10:47.

Eyða Breyta
10:11
Rólegt til að byrja með
Dagskrá þingsins er hér að neðan en því má búast við að það verði heldur rólegt í uppfærslum hér fram yfir hádegið þegar farið verður yfir tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.

Eyða Breyta
10:11
Dagskráin
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2024

Kl. 10:30 Afhending þinggagna.

Kl. 11:00 1.Þingsetning.

2.Kosning fyrsta og annars þingforseta.

3.Kosning fyrsta og annars þingritara.

4.Ávörp gesta.

5.Álit kjörnefndar.

6.Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.

7.Lagðir fram endurskoðaðir reikningar KSÍ.

8.Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, skýrslan og reikningar lagðir undir samþykki.

9.Stjórn KSÍ leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir næsta starfsár.

10.Tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum teknar til afgreiðslu.

11.Tillögur um önnur mál sem borist hafa til stjórnar teknar til afgreiðslu.

12.Önnur mál.

13.Kosningar. Álit kjörnefndar.

a. Kosning stjórnar.

1. Kosning formanns (annað hvert ár).

2. Kosning 4ra manna í stjórn.

3. Kosning 3ja varamanna í stjórn (annað hvert ár).

b. Kosning fulltrúa frá landsfjórðungum.

1. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungum (annað hvert ár).

2. Kosning 4ra varamanna frá landsfjórðungum (annað hvert ár).

c. Kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ.

d. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.

e. Kosning í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ (annað hvert ár).

f. Kosning í áfrýjunardómstól KSÍ.

1. Kosning 3ja manna í áfrýjunardómstól

2. Kosning 5 varamanna í áfrýjunardómstól

g. Kosning í leyfisráð KSÍ (annað hvert ár).

h. Kosning í leyfisdóm KSÍ.

1. Kosning 5 manna í leyfisdóm (annað hvert ár).

2. Kosning 3 varamanna í leyfisdóm (annað hvert ár).

i. Kosning í samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ.

1. Kosning 3 manna í samninga- og félagaskiptanefnd (annað hvert ár)

2. Kosning 3 varamanna í samninga- og félagaskiptanefnd (annað hvert ár)

j. Kosning í siðanefnd KSÍ

1. Kosning 3 manna í siðanefnd KSÍ (annað hvert ár)

2. Kosning 3 varamanna í siðanefnd KSÍ (annað hvert ár)

k. Kosning fulltrúa í kjaranefnd.

1. Kosning 3ja manna í kjaranefnd.

2. Kosning varamanns í kjaranefnd.

l. Kosning kjörnefndar.

m. Tilnefning og staðfesting eins fulltrúa ÍTF í stjórn og eins fulltrúa varamanns í stjórn (annað hvert ár)

15.Fundargerð þingsins borin upp til samþykktar.

(Um kl. 17:30) 16.Þingslit.

Stutt hlé verður gert á störfum þingsins um kl. 13:00 en þá býður KSÍ þingfulltrúum að þiggja veitingar.?

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner