mið 08. febrúar 2012 18:11
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Talksport 
Gylfi orðaður við Hamburg
Gylfi hefur byrjað frábærlega í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi hefur byrjað frábærlega í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarliðið Hamburg hyggst reyna að klófesta Gylfa Þór Sigurðsson í sumar en landsliðsmaðurinn hefur slegið í gegn í liði Swansea eftir að hann gekk til liðs við félagið á lánssamningi frá Hoffenheim í síðasta mánuði.

Hið virta íþróttablað, Kicker, fullyrðir að í kjölfar góðrar frammistöðu Gylfa undanfarnar vikur hafi nokkur lið þegar sett sig í samband við Hoffenheim og spurst fyrir um framtíð leikmannsins, þ.á.m Hamburg.

Þess er ennfremur getið að Swansea hafi samið um ákvæði í lánssamningi Gylfa þess efnis að félagið hafi möguleika á að festa kaup á honum í lok tímabilsins.

Gangi það ekki eftir er Hamburg tilbúið að punga út 5 milljónum punda til að tryggja sér þjónustu leikmannsins.

Það er viðbúið að álíka fréttir verði daglegt brauð á komandi vikum haldi Gylfi áfram á sömu braut með Swansea en talið er að leikmaðurinn vilji fremur spila á Englandi en í Þýskalandi.

Gylfi er samningsbundinn Hoffenheim til ársins 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner