Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 25. janúar 2009 12:19
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Setanta 
Hiddink segir að þó Ronaldo líti vel út sé Gerrard bestur
Guus Hiddinks landsliðsþjálfari Rússland.
Guus Hiddinks landsliðsþjálfari Rússland.
Mynd: Getty Images
Guus Hiddink landsliðsþjálfari Rússlands segir að þó svo Cristiano Ronaldo líti vel út þá sé Steven Gerrard miklu betri fótboltamaður. Ronaldo var nýlega valinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA eftir að hafa skorað 42 mörk fyrir Manchester United á síðustu leiktíð.

Verðlaunin eru valin af þjálfurum og fyrirliðum landsliðanna um allan heim og Hiddink er á því að Gerrard sem endaði í tíunda sæti hefði verið verðugur sigurvegari.

,,Cristiano Ronaldo er fótboltamaður sem lítur vel út, hann virðist í formi og já, hann hefur hárið alltaf í lagi, en að hann vinni verðlaunin er bara glamúr," sagði Hiddink við The Mail on Sunday.

,,Mér finnst Gerrard miklu betri. Hann hefur ótrúlega tæknilega og taktíska hæfileika, og ég dáist að andanum og viðhorfinu innan vallar."

,,Þetta snýst allt um ástríðuna fyrir leiknum og ástríðu mína fyrir fótbolta. Hann er leikmaður sem stuðningsmenn geta tengst, maður sem elskar félagið og félagsmerkið."

,,Það er enginn leikmaður í heiminum sem ber alla þessa kosti. Hann er leikmaður sem mér líkar miklu betur við en Cristiano Ronaldo. Auðvitað skemmtir Ronaldo áhorfendunum með frábærum hæfileikum, en það er svo mikill glamúr og sýning. Xavi og Mexxi eru ekki eins uppteknir af sjálfum sér. Þeir eru uppteknir af liðinu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner