Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mán 13. desember 2010 08:59
Snorri Helgason
Áhugamannamót í janúar - sigurvegarinn fær ferð til Abu Dhabi!
Sigurvegarar keppninnar árið 2008
Sigurvegarar keppninnar árið 2008
Mynd: Vodafone
Hér sést Ian Wright fagna með íslenska sigurliðinu árið 2008 í Moskvu
Hér sést Ian Wright fagna með íslenska sigurliðinu árið 2008 í Moskvu
Mynd: Vodafone
Vodafone Cup, mót ætlað áhugaleikmönnum í knattspyrnu, verður haldið helgina 7. - 8. janúar nk. í Fífunni í Kópavogi. Sigurliðið verður fulltrúi Íslands í alþjóðlegu knattspyrnumóti sem fram fer í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum í febrúar.

Auk þess að taka þátt í glæsilegu fótboltamóti Í Abu Dhabi verður þátttakendum boðinn viðhafnaraðgangur (VIP) að árlegri verðlaunahátíð góðgerðasamtakanna Laureus (sjá www.laureus.com) þar sem fram fer val á bestu íþróttamönnum heims.

The Laureus World Sports Awards er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð íþróttafólks, þar sem margir af þekktustu íþróttamönnum heims koma saman. Hér er því um að ræða einstakt tækifæri til að sjá og jafnvel hitta suma af bestu íþróttamönnum sögunnar.

Meðal þeirra sem verðlaunaðir voru á síðustu hátíð voru spretthlauparinn Usain Bolt, tenniskonurnar Serena Williams og Kim Clijsters auk kappaskturshetjunnar Jenson Button. Kynnir hátíðarinnar var leikarinn Kevin Spacey, en svipmyndir frá henni má sjá á YouTube

Vodafone er einn af alþjóðlegum styrktaraðilum Laureus samtakanna, en þau hafa það að markmiði að bæta líf barna um allan heim með því að gefa þeim aukin tækifæri til íþróttaiðkunar.

Fyrirkomulag mótsins í Fífunni
Leikið verður á litlum völlum í 5 manna liðum. 1 varamaður þarf að vera í hverju liði. 72 lið geta tekið þátt í mótinu, sem verður öllum opið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þátttakendur verða að hafa náð 20 ára aldri. Leikmönnum sem spiluðu eða hafa/höfðu gildan leikmannasamning við lið í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu, bæði í karla- og kvennaflokki, tímabilið 2010 eða 2011 er ekki heimil þátttaka. Leikmönnum sem samningsbundnir eru erlendum liðum er einnig óheimil þátttaka. Mótið er opið báðum kynjum, en ekki verður leikið í sérstökum karla- eða kvennariðlum.

Búist er við mikilli þátttöku, en fjölmargir hópar hittast reglulega hérlendis og spila saman fótbolta. Sjaldgæft er hins vegar að haldið sé svo stórt mót fyrir áhugamenn, hvað þá að jafn vegleg verðlaun séu í boði og nú. Verðlaunin eru í boði höfuðstöðva Vodafone í Bretlandi (Vodafone Group plc) og Laureus-samtakanna.

Ísland sigraði Spán í úrslitaleik
Vodafone hefur haldið mót af þessu tagi erlendis um árabil, að undangengnum forkeppnum í ýmsum löndum. Aðeins einu sinni áður hefur íslenskt lið tekið þátt í úrslitakeppni Vodafone Cup, en það var í Moskvu árið 2008. Þá gerðu Íslendingar sér lítið fyrir og unnu mótið eftir að hafa lagt lið Spánar í úrslitaleik. Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar að við verðlaunaafhendinguna í Moskvu, en það var markahrókurinn Ian Wright sem gerði garðinn frægan hjá Arsenal sem afhenti verðlaunin.

Skráning er hafin
Þátttökugjald er 4.000 kr. á mann. Allur ágóði af mótinu rennur til Laureus-góðgerðasamtakanna. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.vodafone.is

Nánari upplýsingar: [email protected] eða 6161300.


banner