Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   mið 09. október 2019 11:10
Magnús Már Einarsson
Tímavélin: Jafnteflið fræga gegn Frökkum
Myndbandið hér að ofan er birt með góðfúslegu leyfi RÚV
<b>Klippur úr Morgunblaðinu og DV eftir leikinn:</b> <br>,,Þetta eru bestu úrslit í knattspyrnusögu íslands og um leið eitt besta afrek í íþróttasögunni hér á landi,
Klippur úr Morgunblaðinu og DV eftir leikinn:
,,Þetta eru bestu úrslit í knattspyrnusögu íslands og um leið eitt besta afrek í íþróttasögunni hér á landi,
Mynd: Timarit.is
Byrjunarlið Íslands í leiknum.
Byrjunarlið Íslands í leiknum.
Mynd: Myndasafn KSÍ
Ríkharður Daðason skoraði markið fræga gegn Frökkum.
Ríkharður Daðason skoraði markið fræga gegn Frökkum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Myndasafn KSÍ
Fótbolti.net hefur í gegnum tíðina rifjað upp gamla leiki og atvik í "Tímavélinni."

Í tilefni af leik Íslands og Frakka í undankeppni EM á föstudagskvöld endirbirtum við gamla tímavél í dag. Þar er um að ræða síðustu heimsókn Frakka til Íslands þar sem niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Líkt og nú þá voru Frakkar ríkjandi heimsmeistarar þegar þeir mættu til Íslands í þann leik.



Þetta var fyrsti leikur Frakka eftir að þeir urðu heimsmeistarar á heimavelli sama ár. Leikurinn fór fram á Laugardalsvelli þann 5. september en um var að ræða fyrsta leikinn í undankeppni EM 2000. Pantaðar voru aukastúkur fyrir aftan bæði mörkin á Laugardalsvelli vegna mikils áhuga á leiknum og alls mættu 10.382 manns á völlinn og urðu vitni að líklega mögnuðustu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu á þessum tíma.

Frakkar voru ánægðir með sig eftir heimsmeistaratitilinn og þegar að þjóðsöngur þeirra var sunginn fyrir leik voru þeir flissandi.

„Frakkarnir voru ekki vel stemmdir og ég man alltaf eftir því þegar að þjóðsöngurinn var spilaður voru þeir brosandi, djókandi og hlægjandi. Þeir voru ekki með fókusinn í lagi," sagði Magnús Orri Schram við Fótbolta.net þegar hann rifjar leikinn upp en hann lýsti því sem fór fram í beinni útsendingu RÚV.

Búið að nefna að Barthez ætti það til að fara í skógarferð:
Frönsku leikmennirnir voru ekki einbeittir en Íslendingar voru aftur á móti 100% klárir í verkefnið og það átti eftir að skila sér. Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum fékk Ísland aukaspyrnu út á vinstri kanti rétt við miðlínu vallarins þegar Zinedine Zidane braut á Ríkharði Daðasyni. Rúnar Kristinsson sendi boltann inn á teig, Fabien Barthez fór í skógarferð og Ríkharður skallaði í autt markið. 1-0 fyrir Ísland!

„Ég hef verið minntur á þetta mark það oft að það er eins og þetta hafi gerst í gær," sagði Ríkharður við Fótbolta.net í dag.

„Það var búið að nefna það að Barthez ætti það til að vaða af stað í ferðir út í vítateig, skógarferðir hingað og þangað. Við vorum meðvitaðir um það en ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að við höfum verið að leggja upp með hann færi í skógarferð. Hann kom vaðandi út að vítateigslínu og ég áttaði mig á því að ég þurfti að skalla þetta í átt að markinu og þá myndi líklega gerast eitthvað gott."

Magnús Orri lýsti markinu í beinni útsendingu á RÚV og hann var líkt og aðrir í skýjunum eftir markið eins og heyra má í myndbandinu að ofan.

„Þetta er mjög eftirminnilegt augnablik. Ég og Logi Ólafsson vorum að lýsa leiknum í gömlu stúkunni. Þegar Rikki setti hann í autt markið stökk ég upp og fagnaði eins og ég hefði skorað sjálfur. Logi við hliðina á mér stóð líka upp og fagaði og svo féllumst við í faðma," sagði Magnús Orri.

Fagnað allan hringinn:
Fögnuðurinn á Laugardalsvelli var ótrúlegur og stemningin hefur sjaldan verið jafnmikil enda voru margir áhorfendur nálægt vellinum í stúkunum fyrir aftan mörkin. Hlaupabrautin fræga eyðilagði stemninguna því ekki jafnmikið og oft áður.

„Það sem var hrikalega eftirminnilegt við þennan leik var undanþágan sem KSÍ fékk á áhorfendapöllum. Það voru áhorfendur í kringum völlinn og það gerði það að verkum að þessi leikmaður var einstakur fyrir þá leikmenn sem spiluðu í honum. Þegar við skoruðum urðu viðbrögðin stórkostleg, það var fagnað allan hringinn og það fór ekkert framhjá okkur," sagði Ríkharður.

„Þáttaka og nærvera áhorfenda áhorfenda var meiri en hún hefur náð að vera á Laugardalsvellinum og þegar maður horfir til baka þá hugsar maður til þess hvers konar gryfju við gætum haft ef svona aðstæður væru alltaf. Einhverjir völdu að byggja þennan völl svona og að mínu viti er það fáránlegt því að stemningin næst ekki sem slík. Það þarf að vera fullt hús til að það sé einhver stemning og samt er hún fjarri vellinum."

Íslendingar héldu forystunni þó ekki lengi því Frakkar náðu að jafna þremur mínútum síðar. Zinedine Zidane, besti leikmaður heims árið 1998, fór illa með varnarmenn Íslendinga og í kjölfarið skoraði Christophe Dugarry.

Margir héldu þá að Frakkar myndu ganga á lagið en svo var alls ekki. Íslendingar spiluðu agaðan varnarleik og lokatölur urðu 1-1. Frábær úrslit hjá Íslendingum sem fögnuðu vel og innilega í leikslok en margir muna eftir því þegar að Ingólfur Hannesson íþróttafréttamaður á RÚV smellti rembingskossi á Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfara í viðtali eftir leikinn.

„Guðjón var búinn að setja niður kerfi sem var búið að æfa og við unnum Lettland sannfærandi einhverjum vikum á undan. Þessir þrír dagar fyrir Frakkaleikinn fóru í það að koma mönnum á tærnar og æfa varnarleik. Við vorum að fara að spila á móti besta liði í heimi og þurftum að vera gríðarlega einbeittir varnarlega og við vorum það. Við vörðumst í 90 mínútur og þeir fengu fá færi," sagði Ríkharður þegar hann rifjar upp leikinn.

Rúnar fékk 10 í einkunn:
Fjölmiðlar fjölluðu vel um leikinn eftir leik og hrósuðu íslenska liðinu í hástert. Í einkunnagjöf DV var enginn leikmaður með lægri einkunn en 7 og Rúnar Kristinsson fékk 10 í einkunn fyrir sinn leik en hann var frábær á miðjunni gegn Zidane og félögum.

Í kjölfarið á þessum mögnuðu úrslitum í fyrsta leik gekk Íslendingum vel í undankeppninni. Á endanum átti liðið ennþá möguleika á að fara áfram fyrir lokaleikinn gegn Frökkum í París 9.október 1999.

Ísland kom til baka og jafnaði 2-2 eftir að hafa lent 2-0 undir en David Trezeguet skoraði sigurmark Frakka og lokatölur urðu 3-2. Frakkar urðu síðan Evrópumeistarar ári síðar en Íslendingar munu aftur á móti alltaf muna eftir fyrsta leik þeirra í undankeppninni fyrir mótið, jafnteflinu fræga á Laugardalsvelli þann 5. september árið 1998.

Ísland 1 - 1 Frakkland
1-0 Ríkharður Daðason ('32)
1-1 Christophe Dugarry ('35)

Lið Íslands: Birkir Kristinsson, Auðun Helgason, Lárus Orri Sigurðsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Þórður Guðjónsson, Eyjólfur Sverrisson, Rúnar Kristinsson, Helgi Kolviðsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson (Stefán Þór Þórðarson 69), Ríkharður Daðason.
Þjálfari Íslands: Guðjón Þórðarson

Lið Frakklands: Fabien Barthez, Lilian Thuram, Didier Deschamps, Frank Lebouef, Bixente Lizarazu, Robert Pires, Chrstian Karembu, Youri Djorkaeff, Zinedine Zidane, Lilian Laslandes, Christophe Dugarry.
Þjálfari Frakka: Roger Lemerre.
banner
banner
banner