Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   sun 08. maí 2011 22:18
Matthías Freyr Matthíasson
Willum: Deildinni fyrir bestu að setja dómarann í æfingabúðir
Willum Þór öskrar á Gunnar Jarl, dómara leiksins
Willum Þór öskrar á Gunnar Jarl, dómara leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Willum Þór Þórsson þjálfari Keflvíkingar vandaði dómaranum Gunnari Jarli Jónssyni ekki kveðjurnar eftir leik KR og Keflavíkur í kvöld en leikurinn fór 1 -1 þar sem KR jafnaði í uppbótartíma.

,,Það er stutt í það að við tökum öll stigin og þegar það er svona stutt í lokin að þá fyrst og fremst fannst mér dómarinn koma í veg fyrir það að við lönduðum öllum stigunum,

Ég er ósáttur við það hvernig hann nálgaðist leikinn allan tímann en það er fyrst og fremst þar sem hann missir alveg niðrum sig. Hann er í engu standi til þess að dæma leik í efstu deild í dag í lokin"
sagði Willum í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Þetta eru stór orð um dómara sem var valinn bestur á síðasta íslandsmóti.

,,Völduði hann bestan? Þið fóruð náttúrlega alveg fram úr ykkur í fyrra, ég sagði það í fyrra. Hann er ofmetinn, hann ofmetnaðist. Hann náði ekki að dæma neitt að viti í vetur, hann er ekki tilbúinn í efstu deild og mér finnst að hann ætti ekki að vera að dæma í efstu deild, það er mín skoðun. Hann hefur ekki sýnt mér í sinni dómgæslu og sinni framgöngu eða framkomu að hann eigi erindi í efstu deild. Hér voru tvö hörkulið og umgjörðin frábær, liðin að gera nokkuð vel við erfiðar aðstæður og hann var ekki á neinu plani við það sem var í gangi"

,,Það er svosem ekkert góð lexía að vera að kenna öðrum um en eins og þessi leikur þróaðist að þá bara finnst mér ég verða að tjá mig um frammistöðu þessa manns. Við erum að gagnrýna þjálfara og við erum að gagnrýna leikmenn og við erum að gagnrýna allt og alla og framganga þessa dómara í okkar leikjum er bara með þeim hætti að ef fjölmiðlarnir gera það ekki að þá verðum við að gera það sjálfir. Það væri deildinni fyrir bestu í dag að setja hann í mánaðar æfingabúðir hið minnsta"

Nánar er rætt við Willum í viðtalinu hér að ofan.

banner