Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   sun 08. maí 2011 22:18
Matthías Freyr Matthíasson
Willum: Deildinni fyrir bestu að setja dómarann í æfingabúðir
Willum Þór öskrar á Gunnar Jarl, dómara leiksins
Willum Þór öskrar á Gunnar Jarl, dómara leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Willum Þór Þórsson þjálfari Keflvíkingar vandaði dómaranum Gunnari Jarli Jónssyni ekki kveðjurnar eftir leik KR og Keflavíkur í kvöld en leikurinn fór 1 -1 þar sem KR jafnaði í uppbótartíma.

,,Það er stutt í það að við tökum öll stigin og þegar það er svona stutt í lokin að þá fyrst og fremst fannst mér dómarinn koma í veg fyrir það að við lönduðum öllum stigunum,

Ég er ósáttur við það hvernig hann nálgaðist leikinn allan tímann en það er fyrst og fremst þar sem hann missir alveg niðrum sig. Hann er í engu standi til þess að dæma leik í efstu deild í dag í lokin"
sagði Willum í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Þetta eru stór orð um dómara sem var valinn bestur á síðasta íslandsmóti.

,,Völduði hann bestan? Þið fóruð náttúrlega alveg fram úr ykkur í fyrra, ég sagði það í fyrra. Hann er ofmetinn, hann ofmetnaðist. Hann náði ekki að dæma neitt að viti í vetur, hann er ekki tilbúinn í efstu deild og mér finnst að hann ætti ekki að vera að dæma í efstu deild, það er mín skoðun. Hann hefur ekki sýnt mér í sinni dómgæslu og sinni framgöngu eða framkomu að hann eigi erindi í efstu deild. Hér voru tvö hörkulið og umgjörðin frábær, liðin að gera nokkuð vel við erfiðar aðstæður og hann var ekki á neinu plani við það sem var í gangi"

,,Það er svosem ekkert góð lexía að vera að kenna öðrum um en eins og þessi leikur þróaðist að þá bara finnst mér ég verða að tjá mig um frammistöðu þessa manns. Við erum að gagnrýna þjálfara og við erum að gagnrýna leikmenn og við erum að gagnrýna allt og alla og framganga þessa dómara í okkar leikjum er bara með þeim hætti að ef fjölmiðlarnir gera það ekki að þá verðum við að gera það sjálfir. Það væri deildinni fyrir bestu í dag að setja hann í mánaðar æfingabúðir hið minnsta"

Nánar er rætt við Willum í viðtalinu hér að ofan.