,,Ég tek hattinn ofan fyrir peyjunum, við vorum að koma úr erfiðu ferðalagi og höfðum einn sólarhring til að undirbúa okkur fyrir þennan leik sem er bara skandall, að ná svefni og hvíld og finna hverjir eru tilbúnir í þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV eftir 3-1 sigur á FH í dag.
,,Það er bara skandall að hafa sólarhring en strákarnir eiga þvílíkan heiður skilinn fyrir þennan leik í dag, flott barátta og endalaus orka til. Við vorum að pressa þá á 90. mínútu, ég tek hattinn ofan fyrir þeim."
,,Við vorum ekkert að leika okkur á Ibiza í einhverri skemmtiferð. Við vorum að keppa í Evrópukeppni fyrir Íslands hönd, flugvélinni seinkar og við komum til Vestmannaeyja sólarhring fyrir leik."
,,Við þurfum að ná út flugþreytu, hinum leiknum sem við vorum að klára og finna hvaða mannskapur er klár og það þarf að undribúa hann fyrir þennan leik. Ég er ekki það góður þjálfari að ég geti gert það á einum sólarhring. Sem betur fer er kjarnorka í þessum peyjum og þeir notuðu varatankinn til að klára þennan leik í dag. Menn hlupu bara endalaust."
Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu að ofan.