Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
   mán 11. júlí 2011 00:17
Anton Ingi Leifsson
Heimir Hallgrímsson: Vorum ekkert að leika okkur á Ibiza
Heimir var hress eftir leik.
Heimir var hress eftir leik.
Mynd: Eyjafréttir
,,Ég tek hattinn ofan fyrir peyjunum, við vorum að koma úr erfiðu ferðalagi og höfðum einn sólarhring til að undirbúa okkur fyrir þennan leik sem er bara skandall, að ná svefni og hvíld og finna hverjir eru tilbúnir í þennan leik," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV eftir 3-1 sigur á FH í dag.

,,Það er bara skandall að hafa sólarhring en strákarnir eiga þvílíkan heiður skilinn fyrir þennan leik í dag, flott barátta og endalaus orka til. Við vorum að pressa þá á 90. mínútu, ég tek hattinn ofan fyrir þeim."

,,Við vorum ekkert að leika okkur á Ibiza í einhverri skemmtiferð. Við vorum að keppa í Evrópukeppni fyrir Íslands hönd, flugvélinni seinkar og við komum til Vestmannaeyja sólarhring fyrir leik."

,,Við þurfum að ná út flugþreytu, hinum leiknum sem við vorum að klára og finna hvaða mannskapur er klár og það þarf að undribúa hann fyrir þennan leik. Ég er ekki það góður þjálfari að ég geti gert það á einum sólarhring. Sem betur fer er kjarnorka í þessum peyjum og þeir notuðu varatankinn til að klára þennan leik í dag. Menn hlupu bara endalaust."


Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu að ofan.
banner
banner