Ólafur Valur Valdimarsson átti góðan leik fyrir ÍA í 6-0 sigri liðsins gegn Þrótti. Hann var ógnandi fram á við og skoraði tvö mörk í leiknum.
„Ég er mjög sáttur með þrjú stig og tvö mörk,“ sagði Ólafur við Fótbolta.net eftir leikinn.
Aðspurður hver munurinn var á liðinu í kvöld og í slökum leik gegn HK í síðustu umferð, sem þeir unnu reyndar samt, sagði Ólafur að vörnin hafi verið stöðugri í dag.
„Menn voru bara skipulagðir í vörninni og það var eiginlega það eina sem var. Það er mjög erfitt að vinna ÍA á svona degi, bara ekki hægt,“ bætti hann við.
Hjörtur Hjartarson hefur verið duglegur að skora í sumar en hann var ekki með í kvöld vegna veikinda. Samt tókst Skagamönnum að skora sex mörk og aðspurður hvort að Hjörtur sé nokkuð að fara að komast aftur í liðið svaraði Ólafur:
„Ég held ekki, þetta er fínt svona.“