Þróttur heldur árlega Vodafone ReyCup en móti ársins lauk í gær. Mótið í ár var það fjölmennasta sem haldið hefur verið á 10 ára ferli keppninnar. Um 1.700 þátttakendur mættu í Laugardalinn og „nærsveitir“, 120 lið sem kepptu í 12 flokkum.
Fótbolti.net kíkti í Laugardalinn og skoðaði stemninguna eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.