Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. september 2011 08:00
Mist Rúnarsdóttir
Hin hliðin: Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir, varnarjaxlinn í liði Íslandsmeistara Stjörnunnar sýnir á sér Hina hliðina hér á Fótbolta.net í dag.

Anna Björk er uppalin hjá KR en gekk til liðs við Stjörnuna árið 2009. Hún á að baki 71 meistaraflokksleiki, 12 fyrir KR og 59 fyrir Stjörnuna og hefur skorað í þeim eitt mark. Hún hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands, fjóra leiki með U17 og níu leiki með U19.

Í sumar hefur Anna Björk leikið stórt hlutverk í hjarta varnarinnar hjá Stjörnunni sem tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á dögunum. Lítum á hina hliðina á Önnu Björk:

Fullt nafn: Anna Björk Kristjánsdóttir

Gælunafn: Annskí, hrossaflugan, Hækjan. Harry T.

Aldur: 21 árs.

Giftur / sambúð? Alls ekki gift og bý enn hjá foreldrunum.

Börn: 0!

Hvað eldaðir þú síðast? Sauð mér egg.

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni, piparost, sveppi.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Game of thrones, svo klikka Modern family seint.

Besta bíómyndin? Alltof margar til að velja úr, en Moulin Rouge á alltaf stað í hjarta mínu.

Uppáhaldstónlistarmaður: Kings of leon, Oh land, Mumford and sons

Uppáhaldsdrykkur? Egils Appelsín.

Uppáhalds vefsíða? Facebook, fotbolti.net. Basic.

Frægasti vinur þinn á Facebook? Hólmfríður Magnúsdóttir eða Máni Pétursson.

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Hita aldrei upp í búningnum.

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Ýta aðeins í hann í hornum og hirða af þeim boltann.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? Sem uppalin KR-ingur verð ég að segja Valur.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Meistari Olga Færseth og Þormóður Egilsson

Erfiðasti andstæðingur?Gunnhildur Yrsa í 2 og 2 saman þegar á að skýla bolta. Getur gleymt því að komast nálægt boltanum, þessi læri eru ekkert grín. Eða Helga Franklín í höslkeppni. Erfitt að velja á milli. Skýlir strákunum jafnvel og Gunnhildur boltanum.

Ekki erfiðasti andstæðingur? Kristrún er agaleg í reit.

Besti samherjinn? Gunný í reit. Hún fylgir skipunum mínum vel, enda komumst við strax út.

Sætasti sigurinn? Stjarnan- Valur 2-1 núna í sumar. Helga Franklín nýtti hár sitt og kollinn í meira en að hösla og skallaði boltann inn á lokamínutunni. Snilldarleikur.

Mestu vonbrigði? Undanúrslit bikarsins í ár.

Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Ekkert.

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið. Hver yrði það? Einhvern góðan varnarmann sem myndi kenna mér á lífið í boltanum. Kann engin nöfn.

Hvern í liðinu þínu myndir þú kjósa á þing? Soffía hefur skemmtilegar skoðanir og ekki feimin við að láta í sér heyra.

Besta knattspyrnukona Íslands í dag? Sara Björk Gunnarsdóttir

Efnilegasta knattspyrnukona landsins? Írunn og Anna María, litlu kjúllarnir mínir í vörninni. Svo er hún Hildur Antonsdóttir að standa sig vel á miðjunni hjá Val.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn? Þær eru nokkrar í liðinu að reyna að segja mér að velja kærastann sinn. Ómögulegt að velja þar á milli. Vel því Nesta í Víking- Ólafsvík.

Grófasti leikmaður deildarinnar? Fyrrum lærimeistari minn í KR, Embla Grétarsdóttir.

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Helga Franklín er sannkallaður fagmaður. En hef heyrt að Tóta Stef. og Strúní ætli að veita henni harða samkeppni næsta laugardag.

Hefurðu skorað sjálfsmark? Langt síðan, en því miður já... Ömurlegt.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var nú bara um daginn í leik við Aftureldingu þegar við tryggðum okkur Íslandsmeistaratitilinn, við Harpa og Soffía vorum komnar útaf og gátum ekki beðið eftir að dómarinn flautaði af, en venjulegur leiktími var liðinn. Síðan flautaði dómarinn aukaspyrnu en Soffía hélt að hann væri að flauta leikinn af og tók tryllinginn á þetta og byrjaði að hlaupa öskrandi og hoppandi með hendurnar sveiflandi í allar áttir inná völlinn með Hörpu á eftir sér álíka tryllt. Þær voru komnar þónokkra vegalengd inná þegar þær áttuðu sig á því að leikurinn væri enn í fullum gangi. Ekki hægt að lýsa svipnum á Sófus þegar hún snéri sér við og hljóp til baka.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Sumarið 2004

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Aðeins of ströng þessi spennuregla og armbandsregla. Annars er ég sátt.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? 3 á móti 2.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Hvar sem sængin mín er þar líður mér vel.

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Það getur alveg tekið sinn tíma.

Hver er uppáhaldsíþróttamaðurinn þinn? Ólafur Stefánsson er alvöru íþróttamaður og fyrirmynd.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Alltof lítið, finnst þó sérstaklega gaman að horfa á fimleika.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ætli það hafi ekki verið U-21 árs leikurinn hjá körlunum á móti Skotum seinasta ár.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? AdiPure.

Vandræðalegasta augnablik? Hún Adda á það, hún er að reyna að segja fólki að hún sé frá Brasilíu en það kom heldur betur upp um hana þegar spray-tan brúnkan byrjaði að leka af henni í miðjum leik. Búningurinn orðinn hálf brúnn en þær höfðu ruglast eitthvað í mixinu þegar þær skelltu þessu á hana. Það var frekar vandræðalegt móment fyrir hana Öddu okkar.

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég er tæknitröllið í liðinu. Spurjið bara Gunný. Svo á ég tvíburabróður en við eigum ekki sama afmælisdag.
banner
banner