„Við vorum eftir í flestu í leiknum en Leiknir er með hörkulið," sagði Axel Kári Vignisson, leikmaður ÍR, eftir að liðið tapaði 3-0 fyrir Leikni í Reykjavíkurmótinu í gær.
„Það dró aðeins úr okkur, við fórum inn í skelina og urðum hræddir. Þeir náðu tökum á miðjunni og gátu svissað boltanum á milli eins og þeir vildu."
ÍR hefur tapað öllum leikjum sínum á mótinu til þessa og enn ekki tekist að skora mark.
„Við erum pollrólegir, þetta er bara æfingamót fyrir okkur. Við erum að slípa okkur saman," sagði Axel en viðtalið við hann má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.