Steven Lennon gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fimm mörk Fram í 5-0 sigri á KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í kvöld.
Lennon hefur verið sjóðheitur í vetur og vonast til að halda sama dampi í markaskorun inn í Íslandsmótið.
Lennon hefur verið sjóðheitur í vetur og vonast til að halda sama dampi í markaskorun inn í Íslandsmótið.
Lestu um leikinn: Fram 5 - 0 KR
„Við bjuggumst kannski ekki við 5-0 en við bjuggumst við að vinna. Við gerðum vel og nýttum flest okkar færi. Við sýndum í lok síðasta tímabils hversu öflugt lið við erum
Vonandi getum við haldið þessu svona inn í sumarið," sagði Lennon eftir leikinn.
Í stúkunni voru menn að grínast með að Fram þyrfti helst að fela Lennon í Lengjubikarnum og láta hann ekki spila svo hann verði ekki keyptur frá liðinu.
Hafliði Breiðfjörð spjallaði við hann eftir leik og má sjá viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir