Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   mán 27. febrúar 2012 12:45
Magnús Már Einarsson
Grétar Rafn: Ég er of hreinskilinn til að tala um það
Magnús Már Einarsson skrifar frá Englandi
Grétar Rafn Steinsson býst við að yfirgefa herbúðir Bolton Wanderers þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.

,,Ég efast um að ég verði áfram. Það er skrýtið fyrir leikmann að spila á fullu og vera mikilvægur hlekkur í liði og vera ,,needed but not wanted", sagði Grétar við Fótbolta.net eftir leik Bolton og Chelsea í fyrradag.

,,Liðið á í miklum fjárhagsörðuleikum og það eru ellefu leikmenn að renna út af samning. Við höfum verið að fá til okkar leikmenn sem eru í lægri launaklassa en þeir sem leikmenn sem við höfum verið að missa."

,,Þetta launa "fair play" sem kemur inn á næsta ári er að valda erfiðleikum hjá mörgum liðum. Ég held að það verði við ramman reip að draga ef Bolton fellur í ár, þá held ég að þetta verði mjög erfitt fjárhagslega fyrir klúbbinn í framtíðinni."


Grétar Rafn var úti í kuldanum hjá Owen Coyle stjóra Bolton framan af þessu tímabili. Coyle notaði marga aðra leikmenn í stöðu hægri bakvarðar og Grétar var langt frá því að vera inni í myndinni.

,,Ég var mjög fúll að sitja á bekknum og vera úti þegar ég átti ekki skilið að vera úti. Á tímabili fannst mér vera reynt að setja alla í hægri bakvarðarstöðuna og þrátt fyrir að leikmenn væru reknir út af var ég ennþá á bekknum."

,,Maður dettur í smá þunglyndi en aðalatriðið er að sýna sig og sanna að maður eigi að vera þarna. Vonandi fæ ég einhvern klúbb til að taka við mér þegar tímabilið er búið en þangað til vil ég hjálpa Bolton. Ég hef sterkar taugar til Bolton, ég hef spilað þar í dágóðan tíma og ég vil enda á góðum nótum."


Grétar kom aftur inn í lið Bolton í desember en þurfti hann að slíðra sverðin við Owen Coyle fyrst?

,,Ég hef ekkert um það að segja, no comment. Ég er of hreinskilinn," sagði Grétar brosandi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner