Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. apríl 2012 06:00
Magnús Már Einarsson
Yfirlýsing frá Tindastóli - Munu borga KF 100 þúsund
Bjarki Már Árnason
Bjarki Már Árnason
Mynd: Valgeir Kárason
Tindastóll hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar um að Bjarki Már Árnason er á leið til félagsins á nýjan leik frá KF. Bjarki Már fór frá Tindastól í KF í vetur og þá borgaði síðarnefnda félagið 100 þúsund krónur fyrir félagaskipti leikmannsins. Tindastóll segir í yfirlýsingunni að félagið muni borga KF 100 þúsund krónur nú þegar Bjarki kemur aftur til félagsins.

Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Tindastóls:
Í vetur kom leikmaður okkar til margra ára, Bjarki Már Árnason að máli við stjórn deildarinnar og óskaði eftir félagaskiptum yfir í KF. Sjórnin ákvað að verða við ósk hans þrátt fyrir að hann ætti tæpt eitt ár eftir af samningi sínum við Tindastól sem rann út um áramótin 2012/2013.

Samkomulag um lágmarksgreiðslu sem var kr. 100.000 náðist á milli félaganna og greiddi KF þá upphæð. Vissulega hefði Tindastóll geta krafist mun hærri upphæðar þar sem Bjarki Már var samningsbundinn félaginu en Tindastóll vildi ekki standa í vegi fyrir félagaskiptum hans enda hefur hann þjónað Tindastóli vel og drengilega í áraraðir.

Fyrir skömmu síðan ákvað Bjarki að koma aftur heim og hefur upplýst hvers vegna hann tók þá ákvörðun.

Þegar gengið verður frá félagaskiptum Bjarka til baka, mun Tindastóll að sjálfsögðu greiða kr. 100.000 til KF, enda kveða reglur KSÍ á um það.

Okkur þykir leitt að Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari KF, telji þetta mál vera í einhverjum öðrum farvegi, en svo er alls ekki. Tindastóll hefur átt í góðu samstarfi við KF með yngri flokka og samskipti öll við þjálfara þeirra og stjórnarmenn hafa verið hnökralaus.

Hinsvegar skiljum við gremju hans við að missa góðan dreng en við fögnum komu Bjarka til okkar aftur.

Fh. knattspyrnudeildar Tindastóls
Ómar Bragi Stefánsson formaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner