,,Mér líkar vel við bæinn og æfingarnar og liðið er gott svo þetta er gott fyrir mig," sagði Rene Troost við Fótbolta.net í dag eftir að hafa skrifað undir samning um að spila í Breiðablik í sumar. Hann er hollenskur miðvörður.
,,Ég var hissa að heyra frá Breiðablik en ég var hérna á Íslandi í vetur líka hjá ÍBV svo þetta er í annað sinn sem ég kem hingað. Núna er þetta gott því ég er búinn að skrifa undir samning og er ánægður með hann."
,,Ég er búinn að æfa með liðinu síðan á þriðjudaginn í síðustu viku og við höfum spilað tvo leiki. Í gær var ég með liðinu og við unnum, það er auðvitað betra."
,,Þjálfarinn og strákarnir í liðinu hafa sagt mér frá styrkleikum Breiðabliks. Ég veit hvernig liðið mun spila og mér líkar vel við það því ég vil spila fótbolta og þjálfarinn vill það líka svo mér finnst það gott fyrir liðið og alla leikmenn þess."
,,Ég veit ekki hvernig hin liðin á eyjunni eru. Í gær spiluðum við gegn liði úr sömu deild og unnum 2-1. Ég veit ekki hvernig styrkleiki hinna liðanna er svo ég get ekki sagt frekar en ég vona að við endum ofarlega, í einu af efstu þremur sætunum."
Athugasemdir