Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
   sun 23. september 2012 19:48
Lárus Ingi Magnússon
Ólafur Kristjánsson: Gerðum þetta óþarflega spennandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var góður sigur, fínn leikur hjá okkur, við gerðum þetta kannski óþarflega spennandi í lokin," sagði Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur í Keflavík í kvöld.

,,Nú er bara vinna í vikunni og leikur á laugardaginn. Svo týnum við upp úr pokanum eins og ég hef alltaf sagt í lok móts."

Ólafur var næst spurður út í sumarið sem Breiðablik byrjaði illa en hafa stigið upp.

,,Ég er ekki sammála því að við höfum byrjað skelfilega. Ég veit ekki mat hverra það er, það voru jú leikir sem við unnum ekki en það var sterkur varnarleikur og við erum ennþá í þeim fasa að fá ekki mikið af mörkum á okkur, aðeins meira en í byrjun en við erum farnir að skora. Mér fannst hafa verið stígandi og liðið hefur þróast í gegnum mótið."

,,Það er ánægjulegt hvort sem þú byrjar vel eða endar illa en þegar við gerum upp sumarið í heild og mér finnst margt hafa verið mjög jákvætt. Margir leikmenn stigið upp, bæði ungir, miðaldra, þeir sem við höfum fengið, fæddir í Kópavogi, 200, 201, 203 og svo framvegis. Mér finnst liðið hafa þroskast."


Nánar er rætt við Ólaf í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir