Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 23. desember 2012 07:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: Ríki vatnajökuls 
Búið að vígja knattspyrnuhús á Höfn í Hornafirði
Sindramenn hafa betri æfingaaðstöðu núna.
Sindramenn hafa betri æfingaaðstöðu núna.
Mynd: Valdemar Einarsson
Í gær var nýtt fjölnota knattspyrnuhús vígt á Höfn í Hornafirði við hátíðlega athöfn.

Húsið er gjöf frá fyrirtækinu Skinney-Þinganesi til sveitarfélagsins og íbúa héraðsins.

Á 60 ára afmæli fyrirtækisins árið 2006 ákváðu eigendur að leggja stórt framlag til íþróttamála og skilyrtu framlagið að byggt yrði knatthúss með gervigrasi segir á vef ríki vatnajökuls.

Ljóst er að gífurlegur aðstöðumunur verður fyrir knattspyrnufólk að stunda æfingar og sömuleiðis fyrir alla sem vilja stunda holla hreyfingu í skjóli frá roki og rigningu.

Nýja húsið er rúmlega 4.000 fermetrar og rúmlega 42.000 rúmmetrar en knattspyrnuvöllurinn er 50x70 metrar.

Nafnasamkeppni var sett af í tengslum við vígsluna á húsinu og 190 tillögur bárust. Húsið fékk nafnið Báran en níu ára stúlka átti þá tillögu.
Athugasemdir
banner
banner