| fim 18.des 2025 15:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
UTAN VALLAR: Strasbourg með 1.720% hærri rekstrartekjur en Breiðablik
Í kvöld mætir Breiðablik franska liðinu RC Strasbourg í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þá er ekki annað úr vegi en að bera saman félögin utan vallar.
Greinin var einnig birt á utanvallar.is
Rekstrartekjur
Rekstrartekjur Strasbourg voru 13,4 milljarðar króna á síðasta ári og voru 1.720% hærri en rekstrartekjur Breiðabliks sem voru 738,1 milljónir króna.
Rekstrargjöld
Rekstrargjöld Strasbourg voru 15,3 milljarðar króna og voru 1.670% hærri en rekstrargjöld Breiðabliks sem námu tæpum 865 milljónum króna.
Afkoma
Bæði félögin voru rekin með tapi á síðasta ári en tapið hjá Strasbourg nam tæplega 2 milljörðum króna á meðan Breiðablik tapaði rúmlega 104 milljónum króna.
Eignir
Eignir Strasbourg námu 18,7 milljörðum króna og voru 4.223% hærri en eignir Breiðabliks sem námu 432,8 milljónum króna.
Handbært fé
Þá var handbært fé Strasbourg 4,6 milljarðar króna og var 2.405% hærra en handbært fé Breiðabliks sem nam 183,7 milljónum króna.
Skuldir
Skuldir Strasbourg námu 16,7 milljörðum króna og voru 8.236% hærri en skuldir Breiðabliks sem námu 200,5 milljónum króna.
Eigið fé
Eigið fé Strasbourg var rétt tæplega 2 milljarðar króna og var 758% hærra en eigið fé Breiðabliks sem nam 232,3 milljónum króna.



