Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 10. janúar 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Steindi Jr. spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Steindi Jr.
Steindi Jr.
Mynd: Úr einkasafni
Gylfi mun borða snúð í fyrri hálfleik og skora í þeim síðari samkvæmt spá Steinda.
Gylfi mun borða snúð í fyrri hálfleik og skora í þeim síðari samkvæmt spá Steinda.
Mynd: Getty Images
Leik Fulham og Sunderland verður frestað samkvæmt spá Steinda.
Leik Fulham og Sunderland verður frestað samkvæmt spá Steinda.
Mynd: Getty Images
Seaman er ekki lengur í markinu hjá Arsenal.
Seaman er ekki lengur í markinu hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ragna Björg Einarsdóttir, varnarmaður í Breiðabliki, fékk þrjá rétta þegar hún spáði í leiki síðustu umferðar í enska boltanum.

Grínistinn Steindi Jr. sló í gegn í áramótaskaupinu á dögunum og hann fær það verkefni að spá í leiki helgarinnar að þessu sinni.



Hull 3 - 1 Chelsea (12:45 á morgun)
Ég hef aldrei heyrt um þetta Hull lið en ég hef heyrt um nýju hárgreiðsluna hjá Tom Huddlestone. Ég held að hún muni gera helling fyrir liðsandann.

Cardiff 0 - 0 West Ham (15:00 á morgun)
Það verður ekkert að frétta í þessum leik og þetta verður markalaust jafntefli. Mér finnst mjög ólíklegt að einhver horfi á þennan leik nema þá vinir Arons.

Fulham X - X Sunderland - Frestað (15:00 á morgun)
Mér finnst mjög líklegt að þessi leikur verði cancelaður. Þetta er ómerkilegasti leikur sem til hefur verið.

Everton 4 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Ég er í Team Roberto Martinez og mig grunar að Everton taki þennan leik frekar létt enda Lukaku er funheitur þessa dagana. Eins og Wesley Snipes sagði í Passenger 57: ,,Always bet on black."

Southampton 1 - 0 West Bromwich Albion (15:00 á morgun)
Ég veit ekkert um West Bromwich Albion, þetta hljómar eins og eitthvað curling lið. Ég held með hinum.

Tottenham 5 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Vinir mínir Diddi Fel og Óli Jó í Game TV eru grjótharðir tottarar og ég hef aldrei heyrt þá hafa rangt fyrir sér. Þeir segja að Tottenham fari alla leið í ár. Ef einhver er að fara að betta á þennan leik þá myndi ég hólka á Tottenham. Gylfi mun borða glassúr snúð á bekknum í fyrri hálfleik en hann mun koma inn á í nokkrar mínútur í seinni hálfleik og leggja hann í samskeytin

Manchester United 0 - 3 Swansea (17:30 á morgun)
United er með allt lóðrétt niður um sig. Það segir allt sem segja þarf þegar menn eins og Auddi Blö, Gillz og fleiri halda með liðinu. United mun drulla upp á bak og skíttapa þessu, (Staðfest)

Newcastle 11 - 0 Manchester City (14:05 á sunnudag)
Ég er sennilega einn harðasti Newcastle aðdáandi landsins (Sjá myndband neðst) og þeir eru að fara að rústa þessu, ekki spurning. Það munu nokkrir leikmenn Manchester City meiðast alvarlega á sunnudag. Ég er í #teamAndyCole og #teamAlanShearer, það eru mínir menn.

Stoke 3 - 1 Liverpool (16:10 á sunnudag)
Stoke er í 12. sætinu en kemur á óvart og stelur þessum sigri. Svo er merkilegt að fólk geti haldið með Liverpool af öllum þessum liðum. Vita Púllarar ekki að Newcastle United er til?

Aston Villa 4 - 1 Arsenal (20:00 á mánudag)
Arsenal ætti kannski séns ef að David Seaman væri ennþá í markinu, hann er með gorgeous moustache. Arsenal er dautt dæmi eins og Manchester United og Liverpool. Þeir eru að fara að hrynja niður töfluna og enda í 9. sætinu.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner