Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 31. janúar 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Ívar Guðmundsson spáir í leiki helgarinnar
Ívar Guðmundsson.
Ívar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Ívar hefur trú á að Suarez skori tvö fyrir sína menn.
Ívar hefur trú á að Suarez skori tvö fyrir sína menn.
Mynd: Getty Images
Hazard og félagar í Chelsea sækja sigur á Etihad samkvæmt spá Ívars.
Hazard og félagar í Chelsea sækja sigur á Etihad samkvæmt spá Ívars.
Mynd: Getty Images
Haukur Páll Sigurðsson fékk fimm rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um þarsíðustu helgi.

Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, spáir í leikina að þessu sinni. Ívar spáir meðal annars að Chelsea nái að leggja topplið Manchester City á útivelli.

Newcastle 2 - 3 Sunderland (12:45 á morgun)
Mikill marka leikur en Sunderland koma sér frá neðstu sætunum með sigri.

West Ham 1- 0 Swansea (12:45 á morgun)
Kærkominn þrjú stig fyrir slakt lið West Ham.

Cardiff 2 - 0 Norwich (15:00 á morgun)
Oli Gunnar nær að stilla strengi liðsins og útkoman sigur sem engin bjóst við

Everton 1 - 0 Aston Villa (15:00 á morgun)
Þeir eru pínu brotnir eftir tapið gegn Liverpool en ná að taka þrjú stig.

Fulham 1 - 3 Southampton (15:00 á morgun)
Fulham er með sæmilegt lið á pappírunum en þetta er bara ekki þeirra ár.

Hull 2 - 2 Tottenham (15:00 á morgun)
Það er eitthvað mikið að hjá Tottenham og þeir eru að sjá Everton sigla fram úr sér.

Stoke 1 - 2 Man Utd (15:00 á morgun)
United er komið með Mata og þá fer þetta að ganga betur.

WBA 0 - 2 Liverpool (13:30 á sunnudag)
Skyldusigur fyrir Liverpool og Suarez setur bæði. Eins gott að mínir menn standi sig.

Arsenal 1 - 1 Crystal Palace (16:00 á sunnudag)
Meiri óskhyggja enda get ég ekki rökstutt þetta jafntefli :)

Man City 2 - 3 Chelsea (20:00 á mánudag)
Gríðarlega fjörugur leikur og Mourinho nær að brjóta lið City. Þeir gætu tapað næsta leik líka.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner