Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 17. janúar 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Haukur Páll spáir í leiki helgarinnar
Haukur Páll Sigurðsson.
Haukur Páll Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal skorar fjögur samkvæmt spá Hauks.
Arsenal skorar fjögur samkvæmt spá Hauks.
Mynd: Getty Images
Haukur spáir því að Mourinho landi þremur stigum gegn Manchester United.
Haukur spáir því að Mourinho landi þremur stigum gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Steindi Jr. fékk þrjá rétta þegar hann tippaði á leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku.

Haukur Páll Sigurðsson, miðjumaður Vals, mun reyna að bæta þann árangur að þessu sinni en Haukur er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svíum í Abu Dhabi á þriðjudag.

Sunderland 1 - 3 Southampton (12:45 á morgun)
Fréttirnar um að Pochettino verði áfram stjóri mun þjappa liði Southampton saman og þeir sigla þessum sigri nokkuð örugglega heim.

Arsenal 4 - 0 Fulham (15:00 á morgun)
Fulham hefur ekki séð til sólar á þessari leiktíð og vandræðin halda áfram hjá þeim.

Crystal Palace 0 - 0 Stoke (15:00 á morgun)
Pulis að mæta gömlu félögunum. Þetta verður eflaust leiðinlegasti leikur helgarinnar.

Manchester City 5 - 1 Cardiff (15:00 á morgun)
Cardiff kemst yfir í þessum leik en síðan byrjar City vélin að malla og City rúllar nokkuð örugglega í gegnum þennan leik.

Norwich 1 - 2 Hull (15:00 á morgun)
Ég hef verið hrifinn af Hull í vetur og ég ætla spá því að Tom Huddlestone skori í 2-1 sigri. Hann fagnar með svipuðum hætti með því að fikta í hárinu á sér.

West Ham 1 - 1 Newcastle (15:00 á morgun)
West Ham hefur ekki getað neitt á þessari leiktíð en ég held að Newcastle fari að dala núna. Andy Carroll kemur inn á og jafnar gegn gömlu félögunum.

Liverpool 3 - 1 Aston Villa (17:30 á morgun)
Ég er Púllari en því miður fær Liverpool alltaf mark á sig. Suarez heldur samt uppteknum hætti og skorar tvö, hann er ekki mennskur þegar kemur að knattspyrnu. Daniel Sturridge setur líka eitt en Christian Benteke skorar ekki fyrir Aston Villa þrátt fyrir að hafa náð sínu fyrsta marki í 200 klukkutíma eða eitthvað á dögunum.

Swansea 2 - 3 Tottenham (13:30 á sunnudag)
Þetta verður fjörugur leikur þar sem Tottenham skorar sigurmarkið í uppbótartíma.

Chelsea 1 - 0 Manchester United (16:00 á sunnudag)
Mourinho spilar alltaf leiðinlegan fótbolta á móti stóru liðunum og Chelsea klárar þetta 1-0 í leiðinlegum leik. Þetta verður svipað og leikur Arsenal og Chelsea nema Chelsea potar inn einu marki og nær í stigin mikilvægu.

WBA 0 - 2 Everton (20:00 á mánudag)
Everton hefur heillað mig mjög mikið á þessu tímabili. Það er leiðinlegt að segja það en þeir eru öflugir og spila skemmtilegan fótbolta.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Athugasemdir
banner
banner
banner