Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   lau 26. desember 2015 13:15
Elvar Geir Magnússon
Sextán ára markahæstur og með besta markið
Kristófer fékk Hann Bose heyrnartól í verðlaun. Ágúst Gylfason vörustjóri Bose hjá Nýherja afhenti honum verðlaunin.
Kristófer fékk Hann Bose heyrnartól í verðlaun. Ágúst Gylfason vörustjóri Bose hjá Nýherja afhenti honum verðlaunin.
Mynd: Nýherji
Stjarnan sópaði að sér verðlaunum á Bose æfingamótinu sem lauk fyrr í þessum mánuði. Stjarnan vann 7-2 sigur á KR í úrslitaleik og Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Garðabæjarliðsins, var valinn maður mótsins.

Markakóngur varð 16 ára leikmaður Stjörnunnar, Kristófer Ingi Kristinsson. Kristófer skoraði þrjú mörk, öll í úrslitaleiknum. Þessi efnilegi leikmaður hefur leikið tíu leiki fyrir U17 landslið Íslands en faðir hans er Kristinn Lárusson sem lék fjölmarga leiki í efstu deild; fyrir Val, Stjörnuna og ÍBV.

Þá völdu lesendur Fótbolta.net og áhorfendur SportTv eitt af mörkum Kristófers sem besta mark mótsins. Fimm mörk voru tilnefnd í þeim flokki en mark hans fékk 41% atkvæða. Það er mark númer tvö í myndbandinu hér að neðan.

Niðurstöður í kosningu á besta markinu:
16% Birnir Snær (Fjölnir)
41% Kristófer Ingi (Stjarnan)
24% Sam Hewson (FH)
9% Iain Williamson (Fjölnir)
10% Alexander Bjarki (Fjölnir)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner