Hörður Þórhallsson og Þorsteinn Roy Jóhannsson hjá framleiðslufyrirtækinu Beit eru komnir með nýtt og skemmtilegt myndband hér á Fótbolta.net.
Þeir fengu Garðar Jóhannsson úr Fylki og Gunnar Már Guðmundsson úr Fjölni í skemmtilega keppni í vikunni.
Þeir fengu Garðar Jóhannsson úr Fylki og Gunnar Már Guðmundsson úr Fjölni í skemmtilega keppni í vikunni.
Þeir félagar tóku þátt í þremur þrautum. Ein af þeim var að skjóta í gegnum dekk frá Bílabúð Benna og önnur var að taka vítaspyrnur í risa stígvélum sem Samhentir lánuðu okkur.
Sá sem tapaði þurfti að taka út refsingu með því að fá sér mysu og svið.
Hörður og Þorsteinn verða með regluleg innslög á Fótbolta.net á næstunni en þeir leita nú að nafni á þáttinn. Á Facebooksíðu Beit getur þú komið með tillögu að nafni
Beit er ungt og ferskt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í örþáttum og kynningarefni á internetinu.
Sjá einnig:
Hvort fer Hólmbert eða Oliver í drekabúning?
Athugasemdir