Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 30. apríl 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Hafsteinn Briem: Gætum komið ansi mörgum á óvart
Hafsteinn Briem.
Hafsteinn Briem.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er fullur tilhlökkunar á að takast á við þetta. Þetta verður ógeðslega gaman," segir Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV, en liðið mætir Fjölni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 17:00 í dag.

„Fjölnismenn eru óskrifað blað eins og við. Þeim hefur gengið rosalega vel síðustu tvö ár og voru nálægt Evrópusæti í fyrra. Þeir eru með sterkt lið og eru búnir að styrkja sig. Fjölnismenn eru alltaf vel skipulagðir. Við þurfum að kafa ofan í það hvernig þeir spila og reyna að finna svör við þeirra leik."

Þrjár vikur eru síðan ÍBV spilaði síðast leik og leikmenn eru spenntir að komast út á völl í dag. „Ég held að það sé ágætt að menn mæti graðir í fyrsta leik og reyni að stjórna spennustiginu á einhvern hátt. Menn eru klárir."

Fótbolti.net spáir ÍBV 9. sæti í sumar en liðið er á þeim slóðum í flestum spám fyrir mót.

„Ég held að við getum komið ansi mörgum á óvart. Við höfum fengið nýja leikmenn og misst leikmenn en ég tel að hópurinn sé sterkari en í fyrra. Fyrstu leikirnir eru gríðarlega mikilvægir. Það eru leikir í byrjun sem við teljum að við getum unnið. Ef við byrjum vel þá held ég að það sé allt í boði fyrir okkur."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner