Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   sun 30. apríl 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Hafsteinn Briem: Gætum komið ansi mörgum á óvart
Hafsteinn Briem.
Hafsteinn Briem.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er fullur tilhlökkunar á að takast á við þetta. Þetta verður ógeðslega gaman," segir Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV, en liðið mætir Fjölni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 17:00 í dag.

„Fjölnismenn eru óskrifað blað eins og við. Þeim hefur gengið rosalega vel síðustu tvö ár og voru nálægt Evrópusæti í fyrra. Þeir eru með sterkt lið og eru búnir að styrkja sig. Fjölnismenn eru alltaf vel skipulagðir. Við þurfum að kafa ofan í það hvernig þeir spila og reyna að finna svör við þeirra leik."

Þrjár vikur eru síðan ÍBV spilaði síðast leik og leikmenn eru spenntir að komast út á völl í dag. „Ég held að það sé ágætt að menn mæti graðir í fyrsta leik og reyni að stjórna spennustiginu á einhvern hátt. Menn eru klárir."

Fótbolti.net spáir ÍBV 9. sæti í sumar en liðið er á þeim slóðum í flestum spám fyrir mót.

„Ég held að við getum komið ansi mörgum á óvart. Við höfum fengið nýja leikmenn og misst leikmenn en ég tel að hópurinn sé sterkari en í fyrra. Fyrstu leikirnir eru gríðarlega mikilvægir. Það eru leikir í byrjun sem við teljum að við getum unnið. Ef við byrjum vel þá held ég að það sé allt í boði fyrir okkur."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner