Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 21. júlí 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Rikki G spáir í 12. umferð Pepsi-deildarinnar
Rikki G (í miðjunni) spáir í leikina sem eru framundan.
Rikki G (í miðjunni) spáir í leikina sem eru framundan.
Mynd: Raggi Óla
FH vinnur sannfærandi sigur á morgun samkvæmt spá Rikka.
FH vinnur sannfærandi sigur á morgun samkvæmt spá Rikka.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hjálmar Örn Jóhannsson var með engan leik réttan þegar hann spáði í leikina fimm í Pepsi-deildinni um síðustu helgi.

Rikki G, lýsandi á Stöð 2 Sport, spáir í tólftu umferðina sem hefst á morgun.

FH 3 - 0 ÍA (14:00 á morgun)
Held að þessi Evrópusigur muni gera helling fyrir FH og framhaldið. Geri ekki ráð fyrir öðru en að Heimir styrki liðið enn frekar á næstu dögum. Þetta verður erfiður leikur fyrir Skagamenn.

Fjölnir 2 - 1 ÍBV (17:00 á sunnudag)
Fjölnir virtist hafa haft mjög gott af þessari sega mega hvíld sem þeir fengu um daginn. Maður veit síðan aldrei hvaða ÍBV lið maður fær út á völl. Gústi nær að tengja 2 sigurleiki í röð.

KA 0 - 0 Breiðablik (17:00 á sunnudag)
Mikil jafnteflislykt af þessu. KA skoraði reyndar 6 í síðasta leik en mörkin láta á sér standa í þessum leik hja báðum liðum.

Víkingur R. 1 - 1 KR (19:15 á sunnudag)
Bæði Logi og Willum verða mjög ósáttir við úrslit leiksins.

Stjarnan 2 - 0 Grindavík (20:00 á sunnudag)
Stjarnan mallar eins og vel smurð vél þessa daga. Fá lið sem eru eins skipulögð.

Víkingur Ó. 1 - 3 Valur (19:15 á þriðjudag)
Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Ólsurum og Ejub. Eiginlega magnað starf og liðið í 7.sæti sem flestir spáðu neðsta. Hinsvegar kemur tap í þessum leik. Það er ákaflega margt sem talar með því að Valur klári titilinn. Tap í Evrópu mun ekki trufla Óla J og hans menn í þessum leik.

Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Egill Ploder - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Kjartan Atli Kjartansson - 1 réttur
Hjálmar Örn Jóhannsson - 0 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner