Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. október 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dortmund: Moukoko er í alvöru 12 ára
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund þvertekur fyrir það að hinn 12 ára gamli Youssoufa Moukoko sé eldri en hann segist vera.

Þessi strákur er fæddur 24. nóvember 2004, en hann er farinn að spila með U17 ára liði Borussia Dortmund í Þýskalandi. Hann er ekki bara farinn að spila með liðinu, hann er líka farinn að skora mörk.

Á dögunum gerði hann tvö mörk þegar U17 ára lið Dortmund lék gegn SG Unterrath. Hann skoraði þá í sínum fyrsta leik fyrir U16 ára lið Þýskaland, en hann er eins og áður segir bara 12 ára!

Efasemdir hafa vaknað um aldur hans, en Lars Ricken, sem er yfirmaður unglingamála hjá Dortmund, hefur komið stráknum til varnar. Hann segir að það sé staðreynd að hann sé 12 ára.

„Hann er í alvöru 12 ára. Það er staðreynd og á því liggur enginn vafi. Ég er vonsvikinn með það sem ég hef lesið í fjölmiðlum," sagði Ricken í samtali við Ruhr Nachrichten í Þýskalandi.

„Hann er að spila með U17 ára liðinu okkar þar sem hann er nógu góður til að gera það."
Athugasemdir
banner
banner