Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. janúar 2018 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Spilar uppfyrir sig og skorar tvö mörk í leik
Moukoko í landsleik með U16.
Moukoko í landsleik með U16.
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko er aðeins þrettán ára gamall og er lygilega efnilegur knattspyrnumaður.

Hann leikur fyrir yngri lið Borussia Dortmund og spilar sem stendur fyrir U17 ára liðið. Hann er því að spila með táningum sem eru þremur og fjórum árum eldri en hann sjálfur.

Efasemdarraddir hafa hljómað og segja drenginn ekki vera jafn ungan og haldið er fram. Lars Ricken, yfirmaður unglingastarfsins hjá Dortmund, gefur lítið fyrir þær efasemdir. Drengurinn sé fæddur 24. nóvember 2004.

Á síðasta tímabili gerði Moukoko 33 mörk í 15 leikjum fyrir U15 lið Dortmund. Þá var hann 12 ára gamall. Á þessu tímabili er hann búinn að gera 27 mörk í 15 leikjum fyrir U17 liðið.

Moukoko hefur gert 3 mörk í 4 leikjum fyrir þýska U16 ára landsliðið, en hann er ættaður frá Kamerún.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner