Wolves reynir við Sancho - Arsenal skoðar aðra kosti - Garnacho á förum?
Arnór Gauti: Þetta var bara fullkominn dagur
Höskuldur tileinkaði markið nýfæddri dóttur sinni: Sennilega átt að taka vögguna frekar
Maggi: Eina skiptið á ævinni sem ég er pirraður út í Anton
Dóri Árna: Vonbrigði að fókus Mosfellinga var á að púa á Arnór Gauta
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
   fim 05. júlí 2018 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunni Borg: Þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar
Gunnar Borgþórsson.
Gunnar Borgþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir 2-0 tap gegn ÍA í Inkasso-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  0 Selfoss

„Ég er óánægður með að tapa, við ætluðum allavega að sækja gott stig á erfiðum velli. Við fáum okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum, ég ér óánægður með það - við höfum verið sterkir í föstum leikatriðum. Annars er ég mjög sáttur með strákanna," sagði Gunnar eftir leik.

„Við fengum mjög mikið af föstum leikatriðum á góðum stað. Við skorum tvö mörk í síðasta leik úr föstum leikatriðum, en það datt ekki með okkur í dag. Við erum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik."

Selfoss er í tíunda sæti með átta stig úr tíu leikjum. Það getur ekki verið ásættanlegur árangur á Selfossi.

„Ég hef ekki áhyggjur af minni stöðu sem þjálfara. Eins og ég hef sagt áður, þá erum við í þessum saman, alla leið saman. Það er erfitt þegar gengur illa - það vantar ótrúlega lítið upp á. Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner