Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
   fim 05. júlí 2018 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunni Borg: Þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar
Gunnar Borgþórsson.
Gunnar Borgþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir 2-0 tap gegn ÍA í Inkasso-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  0 Selfoss

„Ég er óánægður með að tapa, við ætluðum allavega að sækja gott stig á erfiðum velli. Við fáum okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum, ég ér óánægður með það - við höfum verið sterkir í föstum leikatriðum. Annars er ég mjög sáttur með strákanna," sagði Gunnar eftir leik.

„Við fengum mjög mikið af föstum leikatriðum á góðum stað. Við skorum tvö mörk í síðasta leik úr föstum leikatriðum, en það datt ekki með okkur í dag. Við erum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik."

Selfoss er í tíunda sæti með átta stig úr tíu leikjum. Það getur ekki verið ásættanlegur árangur á Selfossi.

„Ég hef ekki áhyggjur af minni stöðu sem þjálfara. Eins og ég hef sagt áður, þá erum við í þessum saman, alla leið saman. Það er erfitt þegar gengur illa - það vantar ótrúlega lítið upp á. Við höfum farið undir alla steina og undir þessum steinum þarf maður að finna svör. Ef eitt af þessum svörum er að henda kallinum út þá er ég fyrsti maður til að stíga til hliðar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner