Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 09. janúar 2019 08:30
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Óttar Magnús: Langaði að vera áfram úti
Icelandair
Óttar Magnús fékk blóðnasir á fyrstu æfingu í Katar.
Óttar Magnús fékk blóðnasir á fyrstu æfingu í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Óttar Magnús Karlsson varð að hætta leik í stutta stund á fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í Katar í gær en hann fékk högg á andlitið og blóðnasir í kjölfarið.

„Þetta var smá brösug byrjun en þetta stoppaði fljótt og ég er í góðum málum," sagði Óttar við Fótbolta.net eftir æfinguna.

Óttar gekk á dögunum til liðs við Mjallby í sænsku B-deildinni eftir að hafa verið í láni hjá Trelleborg frá Molde á síðasta tímabili.

„Það var ýmislegt sem kom upp í Skandinavíu og heima en það var eitthvað sem ýtti mér í þessa átt. Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir þessu og tel að þetta sé rétt skref akkúrat núna."

„Ég æfði með nokkrum liðum heima en innst inni langaði mér að vera áfram úti."


Milos Milojevic þjálfar Mjallby en Óttar lék undir hans stjórn hjá Víkingi R. á sínum tíma.

„Ég var líka hjá honum í 4-5 ár í yngri flokkunum og við þekkjumst mjög vel. Gísli (Eyjólfsson) verður líka þarna og það verður gott að tala íslensku þarna. Ég hlakka til að byrja."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir