Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 05. október 2019 15:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Sig skoraði og lagði upp í stórsigri - Aron Bjarna byrjaði hjá Ujpest
Mark og stoðsending hjá Aroni í dag.
Mark og stoðsending hjá Aroni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson skoraði í dag eitt af sjö mörkum Start í stórsigri á Jerv í norsku 1. deildinni, OBOS-Ligaen.

Start leiddi með þremur mörkum í hálfleik og Aron Sigurðarson var þá búinn að skora eitt mark og leggja upp annað. Aron lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Damion Lowe og skoraði svo sjálfur á 30. mínútu með góðu skoti í fjærhornið.





Start sigraði leikinn, 1-7 og er í 2. sæti þegar 26. umferðin er í gangi. Liðið hefur leikið leik meira en Sandefjord sem er í 3. sæti.

Jerv 1-7 Start

Í Ungvrerjalandi var Aron Bjarnason í byrjunarliði Ujpest sem lá á heimavelli, 1-2, gegn Mezokovesd-Zsory.

Aron spilaði fyrstu 57 mínútur leiksins. Ujpest er í 6. sæti deildarinnar eins og stendur.

Ujpest 1-2 Mezokovesd-Zsory

Þá var Viðar Örn Kjartansson í byrjunarliði Rubin Kazan sem sigraði Tambov, 2-1, í rússnesku úrvalsdeildinni.

Viðar spilaði fyrstu 89 mínútur leiksins og fékk gult spjald á 77. mínútu. Rubin er sem stendur í 10. sæti deildairnnar með 14 stig en 12. umferð deildarinnar klárast um helgina.

Rubin Kazan 2-1 Tambov
Athugasemdir
banner
banner
banner