Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. janúar 2023 18:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Jafnt á City Ground í kaflaskiptum leik
Sterling skoraði en það dugði ekki til
Sterling skoraði en það dugði ekki til
Mynd: EPA

Nott. Forest 1 - 1 Chelsea
0-1 Raheem Sterling ('16 )
1-1 Serge Aurier ('63 )


Það var svo sannarlega leikur tveggja hálfleika þegar Nottingham Forest og Chelsea áttust við í ensku úrvalsdeilinni í kvöld.

Chelsea var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og komst í forystu eftir rúmlega stundarfjórðung þegar Raheem Sterling skoraði. Hann fylgdi eftir mögnuðu skoti Wily Boly sem var næstum því búinn að skora sjálfsmark.

Rétt áður hafði Brennan Johnson sloppið í gegn og hefði getajð komið Forest í forytuna en lét Kepa verja frá sér.

Forest liðið kom mun sterkara inn í síðari hálfleikinn og það skilaði sér eftir klukkutíma leik þegar Serge Aurier kom boltanum í netið með glæsibrag.

Chelsea tók við sér undir lok leiksins en það var of seint og jafntefli niðurstaðan.


Athugasemdir
banner