Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. febrúar 2020 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Roma tapaði gegn Sassuolo - Cornelius bjargaði stigi
Lorenzo Pellegrini og Edin Dzeko. Pellegrini fékk rautt og Dzeko skoraði.
Lorenzo Pellegrini og Edin Dzeko. Pellegrini fékk rautt og Dzeko skoraði.
Mynd: Getty Images
Cornelius bjargaði stigi fyrir Parma.
Cornelius bjargaði stigi fyrir Parma.
Mynd: Getty Images
Sassuolo gerði sér lítið fyrir og lagði Roma að velli þegar liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Francesco Caputo, sóknarmaður Sassuolo, var í stuði í byrjun leiks og skoraði hann tvö á fyrsta stundarfjórðungnum. Sassuolo komst í 3-0 á 26. mínútu þegar Filip Djuricic skoraði. Leikur Roma í molum.

Staðan var 3-0 í hálfleik, en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik minnkaði Edin Dzeko muninn.

Roma varð fyrir áfalli á 69. mínútu þegar miðjumaðurinn Lorenzo Pellegrini fékk að líta sitt annað gula spjald. Einum færri minnkaði þó Roma muninn enn frekar þegar Jordan Veretout skoraði úr vítaspyrnu.

Roma komst þó ekki lengra. Jeremie Boga, fyrrum leikmaður Chelsea, skoraði fjórða mark Sassuolo mínútu eftir vítaspyrnumark Roma.

Lokatölur 4-2 fyrir Sassuolo, sem fer upp í 13. sæti deildarinnar með sigrinum. Roma er áfram í fjórða sæti.

Í hinum leiknum sem var í kvöld gerðu Cagliari og Parma jafntefli, 2-2. Daninn Andreas Cornelius jafnaði fyrir Parma þegar lítið var eftir af leiknum.

Cagliari er í sjötta sæti og Parma í sjöunda, bæði lið að reyna að berjast um Evrópusæti.

Cagliari 2 - 2 Parma
1-0 Joao Pedro ('19 )
1-1 Juraj Kucka ('42 )
1-1 Joao Pedro ('53 , Misnotað víti)
2-1 Giovanni Simeone ('54 )
2-2 Andreas Cornelius ('90 )

Sassuolo 4 - 2 Roma
1-0 Francesco Caputo ('7 )
2-0 Francesco Caputo ('16 )
3-0 Filip Djuricic ('26 )
3-1 Edin Dzeko ('55 )
3-2 Jordan Veretout ('73 , víti)
4-2 Jeremie Boga ('74 )
Rautt spjald: Lorenzo Pellegrini, Roma ('69)

Önnur úrslit:
Ítalía: Spezia vann á meðan Brescia tapaði
Athugasemdir
banner
banner